Lífið

Freddy Krueger snýr aftur í draumum fólks

Freddy Krueger yrði seint verðlaunaður fyrir fallegt útlit.
Freddy Krueger yrði seint verðlaunaður fyrir fallegt útlit.

Freddy Krueger snýr aftur í níunda skipti í hrollvekjunni A Nightmare on Elm Street. Myndin var frumsýnd í gær, en naut mikilla vinsælda þegar hún var frumsýnd í bandarískum kvikmyndahúsum.

Í myndinni ásækir Freddy Krueger drauma unglinga, en eins og áður er hann þakinn brunasárum og með klær á annarri hendi. Ef honum tekst að myrða þau í draumunum deyja þau í raunveruleikanum. Í fyrstu er talið að morðin séu handahófskennd, en seinna kemur í ljós að fórnarlömbin tengjast öll á ófyrirsjáanlegan hátt. Leikarinn Jackie Earle Haley túlkar Freddy að þessu sinni, en hann fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Little Children. Hann lék einnig í Watchmen, Shutter Island og Semi-Pro.

Nightmare on Elm Street-hrollvekjurnar hafa notið mikilla vinsælda frá því að fyrsta myndin kom út árið 1984. Wes Craven var við stjórnvölinn á fyrstu myndinni, en Samuel Bayer leikstýrir þeirri nýjustu. Þegar hefur tilkynnt að hann leikstýri næstu mynd í hrollvekjuröðinni sem hefur halað inn hátt í 500 milljónir dollara á 26 árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.