Lífið

Yngstu þátttakendur Jónsvöku

 Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir eru yngstu þátttakendur Jónsvöku. Þau opna ljósmyndasýningu á morgun.Fréttablaðið/Valli
Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir eru yngstu þátttakendur Jónsvöku. Þau opna ljósmyndasýningu á morgun.Fréttablaðið/Valli

Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna ljósmyndasýninguna It‘s like living í Hinu húsinu í dag. Sýningin er í tengslum við Jónsvöku, listahátíð sem ætluð er ungu fólki, og fer fram dagana 24. júní til 27. júní.

Hugi og Júlía eru yngstu þátttakendur hátíðarinnar og er þetta þeirra fyrsta opinbera sýning. Á sýningunni eru svart/hvítar ljósmyndir sem teknar voru við Mývatn.

Hugi og Júlía kynntust á listahátíðinni LungA í fyrrasumar og hafa þau verið dugleg að taka myndir saman síðan þá. „Ég hef verið að taka ljósmyndir af miklum móð síðustu fjögur árin og er að mestu sjálflærður. Ég bý á Akureyri og þar er mikil félagsstarfsemi í kringum ljósmyndun og ég hef meðal annars fengið mörg góð ráð frá ljósmyndaklúbbnum Álku,“ segir Hugi. Hann stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Akureyri.

Hugi og Júlía sýna fjórar ljósmyndir hvort á sýningunni og eru þær að sögn Huga allar heldur minimalískar. Þó myndirnar á sýningunni séu landslagsmyndir segir Hugi þau helst taka andlitsmyndir. „Við tökum eiginlega mest portrettmyndir, en við tökum líka mikið myndir af hverju því sem fyrir augu ber og erum ávallt með myndavélarnar með okkur,“ segir Hugi og bætir við að þau séu orðin spennt fyrir opnuninni. „Þetta lítur rosalega vel út allt saman og það hefur verið mjög skemmtilegt að setja sýninguna upp,“ segir hann að lokum.

Sýningin opnar í Hinu húsinu klukkan 15.00. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.