Gylfi: Óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjörum 24. júní 2010 18:50 Viðskiptaráðherra segir óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjörum á kostnað samborgara sinna, eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingar lána ólöglegar. Forsætisráðherra segir ekki standa til að þing eða ríkisstjórn hlutist til um niðurstöðuna fyrr en dómstólar hafi skorið úr um ágreiningsefni. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra flutti munnlega skýrslu sína um áhrif niðurstöðu hæstaréttar um gengistryggð lán á þingfundi klukkan hálf tvö í dag. Hann sagði dóminn bæði leysa og hugsanlega búa til vandamál. Fjármálakerfið hafi eftir endurreisn þess verið undir það búið að þessi lán innheimtust ekki að fullu, en það hafi ekki verið undir það búið að lágir erlendir vextir lánanna yrðu látnir gilda í ofanálag við að gengistrygging þeirra yrði afnumin. „Högg af þeirri stærðargráðu sem að gæti orðið ef að allt færi á versta veg frá sjónarhjóli lánveitenda mun óhjákvæmilega lenda að verulegu leyti á öðrum þar á meðal ríkissjóði og þar með skattgreiðendum og notendum opinberrar þjónustu," segir Gylfi. Gylfi segir óásættanlegt að tekið verði á viðfangsefninu með þeim hætti að hluti Íslendinga fái vildarkjör á lánum sínum og kostnaðurinn af því falli á samborgara þeirra, en sagðist þó hlíta úrskurði Hæstaréttar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir íhlutun yfirvalda af ágreiningi í kjölfar dómsins ekki standa til og að mikilvægt sé að úr málinu sé skorið fyrir dómstólum. „Niðurstaða okkar hefur verið sú að ekki sé tilefni til beinna afskipta ríkisstjórnar eða löggjafarvaldsins og að fyrirliggjandi lög taki á þeim álitamálum sem uppi eru," segir Jóhanna. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Viðskiptaráðherra segir óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjörum á kostnað samborgara sinna, eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingar lána ólöglegar. Forsætisráðherra segir ekki standa til að þing eða ríkisstjórn hlutist til um niðurstöðuna fyrr en dómstólar hafi skorið úr um ágreiningsefni. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra flutti munnlega skýrslu sína um áhrif niðurstöðu hæstaréttar um gengistryggð lán á þingfundi klukkan hálf tvö í dag. Hann sagði dóminn bæði leysa og hugsanlega búa til vandamál. Fjármálakerfið hafi eftir endurreisn þess verið undir það búið að þessi lán innheimtust ekki að fullu, en það hafi ekki verið undir það búið að lágir erlendir vextir lánanna yrðu látnir gilda í ofanálag við að gengistrygging þeirra yrði afnumin. „Högg af þeirri stærðargráðu sem að gæti orðið ef að allt færi á versta veg frá sjónarhjóli lánveitenda mun óhjákvæmilega lenda að verulegu leyti á öðrum þar á meðal ríkissjóði og þar með skattgreiðendum og notendum opinberrar þjónustu," segir Gylfi. Gylfi segir óásættanlegt að tekið verði á viðfangsefninu með þeim hætti að hluti Íslendinga fái vildarkjör á lánum sínum og kostnaðurinn af því falli á samborgara þeirra, en sagðist þó hlíta úrskurði Hæstaréttar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir íhlutun yfirvalda af ágreiningi í kjölfar dómsins ekki standa til og að mikilvægt sé að úr málinu sé skorið fyrir dómstólum. „Niðurstaða okkar hefur verið sú að ekki sé tilefni til beinna afskipta ríkisstjórnar eða löggjafarvaldsins og að fyrirliggjandi lög taki á þeim álitamálum sem uppi eru," segir Jóhanna.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira