Fjármagn flæðir út úr Evrópu á methraða 1. febrúar 2010 10:37 Fjárfestar eru að draga fé sitt út úr Evrópu á methraða á sama tíma og seðlabankar draga úr evrukaupum sínum. Þetta þýðir að evran sem gjalderyisforðamynt er langt frá því að fella dollarann úr sessi.Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg-fréttaveitunni um málið segir að á síðasta ári hafi fyrrgreindir aðilar fyllt hirslur sínar af evrum. Það var sökum þess að greinendur töldu að seðlabankar myndu gera alvöru úr hótunum sínum um að skipta dollaranum út fyrir evruna sem gjaldeyrisforðamynt.Viðsnúningur á stöðunni er einkum tilkominn vegna fjárhagsvandræða Grikklands og ótta fjárfesta um að gríska ríkið lendi í greiðslufalli. Slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir evruna. Um helgina var haft eftir ofurfjárfestinum George Soros að engin raunhæfur kostur væri í boði í staðinn fyrir dollarann sem gjaldeyrisforðamynt.Geoffrey Yu greinandi hjá svissneska bankanum UBS segir að fjárfestar hafi hafnað evrópskum hlutabréfum fyrir önnur bréf samfellt undanfarnar 19 vikur. Þetta hafi „greinilega skaðað evruna" þar sem um 13 milljarðar evra hafi horfið af markaðinum. Samhliða þessu sýna upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að seðlabankar kaupi nú jafnmikið af evrum og dollurum. Frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs og til áramóta keyptu þeir hinsvegar meir af evrum en dollurum.Greinendur telja að evran muni gefa enn meira eftir gagnvart dollaranum en orðið er. Gengi evrunnar gagnvart dollar hefur ekki verið veikara í sjö mánuði en það stendur nú í tæpum 1,4 dollurum fyrir evruna.Á Bloomberg kemur fram að skuldatryggingaálag Evrópuríkja sýni þessa þróun. Á ríkisskuldabréfum 15 Evrópuríkja er álagið nú að meðaltali rúmlega 91 punktur sem er tvöföldun frá því í september á síðasta ári.Álagið fyrir ríki á borð við Ísland, Portúgal, Frakkland. Grikkland og Þýskaland hafi hækkað um 55% frá áramótum að meðaltali. Grikkland er nú með hæsta álagið af þróuðu ríkjunum eða 400 punkta. Álagið á Íslandi er hinsvegar það hæsta í Evrópu eða 660 punktar en það fór yfir 700 punkta í síðustu viku. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fjárfestar eru að draga fé sitt út úr Evrópu á methraða á sama tíma og seðlabankar draga úr evrukaupum sínum. Þetta þýðir að evran sem gjalderyisforðamynt er langt frá því að fella dollarann úr sessi.Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg-fréttaveitunni um málið segir að á síðasta ári hafi fyrrgreindir aðilar fyllt hirslur sínar af evrum. Það var sökum þess að greinendur töldu að seðlabankar myndu gera alvöru úr hótunum sínum um að skipta dollaranum út fyrir evruna sem gjaldeyrisforðamynt.Viðsnúningur á stöðunni er einkum tilkominn vegna fjárhagsvandræða Grikklands og ótta fjárfesta um að gríska ríkið lendi í greiðslufalli. Slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir evruna. Um helgina var haft eftir ofurfjárfestinum George Soros að engin raunhæfur kostur væri í boði í staðinn fyrir dollarann sem gjaldeyrisforðamynt.Geoffrey Yu greinandi hjá svissneska bankanum UBS segir að fjárfestar hafi hafnað evrópskum hlutabréfum fyrir önnur bréf samfellt undanfarnar 19 vikur. Þetta hafi „greinilega skaðað evruna" þar sem um 13 milljarðar evra hafi horfið af markaðinum. Samhliða þessu sýna upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að seðlabankar kaupi nú jafnmikið af evrum og dollurum. Frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs og til áramóta keyptu þeir hinsvegar meir af evrum en dollurum.Greinendur telja að evran muni gefa enn meira eftir gagnvart dollaranum en orðið er. Gengi evrunnar gagnvart dollar hefur ekki verið veikara í sjö mánuði en það stendur nú í tæpum 1,4 dollurum fyrir evruna.Á Bloomberg kemur fram að skuldatryggingaálag Evrópuríkja sýni þessa þróun. Á ríkisskuldabréfum 15 Evrópuríkja er álagið nú að meðaltali rúmlega 91 punktur sem er tvöföldun frá því í september á síðasta ári.Álagið fyrir ríki á borð við Ísland, Portúgal, Frakkland. Grikkland og Þýskaland hafi hækkað um 55% frá áramótum að meðaltali. Grikkland er nú með hæsta álagið af þróuðu ríkjunum eða 400 punkta. Álagið á Íslandi er hinsvegar það hæsta í Evrópu eða 660 punktar en það fór yfir 700 punkta í síðustu viku.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira