Salmann Tamimi: Moska verður að vera á íslenskum forsendum Karen Kjartansdóttir skrifar 8. október 2010 12:00 Salmann Tamimi. Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira