Tímatakan lykill að sigursókn Hamiltons 16. apríl 2010 09:35 Lewis Hamilton vill slást um sigur í Kína eftir góða frammistöðu á æfingum. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Hann náði besta tíma allra ökumanna á brautinni í nótt og varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, sem náði næst besta tíma á tveimur æfingum. Fyrst á eftir Jenson Button og síðan Hamilton. "Við viljum komast í lokaumferð tímatökunnar og ná að vera meðal fimm fremstu. Þá getum við stefnt á sigur", sagði Hamilton eftir æfingarnar. Hann hefur verið ólánsamur í tímatökum og var í tuttugasta sæti á ráslínu síðustu keppni, eftir ógöngur í fyrstu umferð tímatökunnar hjá McLaren liðinu. "Við höfum verið hraðskreiðir í síðustu mótum eins og við höfum sýnt, en ræst aftarlega af stað. Bíllinn virkar vel eins og í Malasíu og við höfum gert lítilsháttar breytingar á honum fyrir mótið." "Við erum jákvæðir eftir fyrstu tvær æfingarnar, en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum tíma í tímatökunum", sagði Hamilton. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Hann náði besta tíma allra ökumanna á brautinni í nótt og varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, sem náði næst besta tíma á tveimur æfingum. Fyrst á eftir Jenson Button og síðan Hamilton. "Við viljum komast í lokaumferð tímatökunnar og ná að vera meðal fimm fremstu. Þá getum við stefnt á sigur", sagði Hamilton eftir æfingarnar. Hann hefur verið ólánsamur í tímatökum og var í tuttugasta sæti á ráslínu síðustu keppni, eftir ógöngur í fyrstu umferð tímatökunnar hjá McLaren liðinu. "Við höfum verið hraðskreiðir í síðustu mótum eins og við höfum sýnt, en ræst aftarlega af stað. Bíllinn virkar vel eins og í Malasíu og við höfum gert lítilsháttar breytingar á honum fyrir mótið." "Við erum jákvæðir eftir fyrstu tvær æfingarnar, en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum tíma í tímatökunum", sagði Hamilton.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira