Lífið

Law með Scorsese

Jude byrjar strax í tökum en myndin er frumsýnd jólin 2011.
Jude byrjar strax í tökum en myndin er frumsýnd jólin 2011.

Breski leikarinn og sjarmörinn Jude Law hefur slegist í leikarahóp nýjustu myndar Martins Scorsese, Hugo Cabret.

Law mun leika við hlið frægra manna á borð við Ben Kingsley, Ray Winstone og Sacha Baron Cohen í þessari mynd sem gerð er eftir samnefndri metsölubók frá höfundinum Brian Zelsnick. Myndin fjallar í grófum dráttum um munaðarleysingja sem býr á lestarstöð og reynir að leysa gátuna um lát föður síns.

Kvikmyndin er fyrsta þrívíddarmynd Óskarsverðlaunahafans Scorsese og hófust tökur á henni í London í vikunni. Áætluð frumsýning myndarinnar er í desember 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.