Erlent

Greiða 490 milljónir fyrir að hundsa strandaglópa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maður bíður eftir flugi með Ryanair. Mynd/ AFP.
Maður bíður eftir flugi með Ryanair. Mynd/ AFP.
Írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair hefur verið gert að greiða þrjár milljónir evra í bætur vegna bágrar þjónustu við farþega sem voru fastir á Ítalíu vegna öskufalls. Upphæðin jafngildir um 490 milljónum íslenskra króna. Farþegarnir voru fastir dagana 17. - 22. apríl en þessa daga var hundruðum flugferða aflýst vegna öskufallsins, segir franska blaðið Le Monde.

Ryanair er sérstaklega gagnrýnt fyrir slæma þjónustu gagnvart farþegum sem sátu fastir í Ciampino í Róm. Segir Le Monde að flugfélagið hafi hvorki boðið farþegum upp á drykki, mat né hótelgistingu. Þessari þjónustu hafi farþegarnir hins vegar átt rétt á.

Ítalska flugumferðareftirlitið segir að önnur flugfélög hafi uppfyllt skyldur sínar gagnvart farþegum sínum þrátt fyrir alla þá ringulreið og erfiðu aðstæður sem skapast hafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×