Enski boltinn

Redknapp: Joe Cole hefur ekki ákveðið sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Chelsea.
Joe Cole í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það sé ekki útilokað að Joe Cole muni ganga til liðs við félagið í sumar.

Nú í morgun var tilkynnt á heimasíðu Chelsea að Cole fái ekki nýjan samning við félagið en hann hefur verið orðaður við bæði Tottenham og Arsenal.

Redknapp var þjálfari West Ham þegar að Joe Cole lék með liðinu en þaðan fór hann til Chelsea árið 2003.

„Það er ekki ómögulegt. Ég held að Daniel [Levy], stjórnarformaðurinn, hafi rætt við umboðsmann Joe sem sagði að hann myndi ekki ákveða sig fyrir en eftir að HM lýkur í sumar," sagði Redknapp.

„Það er því möguleiki fyrir hendi. Peningar hafa sjálfsagt eitthvað að segja um hvernig þetta fer en samkvæmt umboðsmanninum hans er hann ekki búinn að ákveða sig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×