Viðskipti erlent

Pólverjar bora eftir olíu á Suður Jótlandi

Sérfræðingar frá pólska olíufélaginu PGNiG ætla að bora eftir olíu á Suður Jótlandi. Fyrsta tilraunaholan verður boruð við bæinn Kiding sem liggur á milli Aabenraa og Sönderborgar.

Pólverjarnir telja að á þessu svæði sé hægt að vinna olíu og að verðmæti hennar nemi tugum milljarða króna. Danska ríkisolíufélagið Nordsöfonden mun taka þátt í þessari olíuleit með Pólverjunum.

Í frétt um málið á Jyllands Posten segir að Pólverjarnir hafi stundað rannsóknir á svæðinu í fyrrahaust og m.a. búið til þrívíddarlíkan af jarðlögunum sem eru þarna undir. Samkvæmt því líkani eru miklar líkur á að olíu sé að finna í jarðlögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×