Tími til að standa á eigin fótum Lilja Mósesdóttir skrifar 7. september 2010 06:00 Fram til þessa hefur okkur tekist að ná frekar mjúkri lendingu hagkerfisins með m.a. gjaldeyrishöftum, hallarekstri ríkissjóðs og frystingu lána fyrirtækja og heimila. Nú er komið að tímamótum í endurreisninni og orðið tímabært að standa á eigin fótum. Byrja verður á að segja samningum við AGS upp áður en til þriðju endurskoðunar kemur. Samhliða því þarf að grípa til aðgerða sem örva efnahagslífið, þannig að það komist sem fyrst upp af botninum. Slíkar aðgerðir eru veruleg vaxtalækkun, almenn niðurfærslu lána og hægfara aðlögun ríkisútgjalda. Tími AGS liðinnUpphaflegi samningurinn við AGS gerði ráð fyrir að hann tæki enda 30. nóvember nk. en nú er búið að framlengja hann um 9 mánuði eða til loka ágúst 2011. Töfin er tilkomin vegna tilrauna til að beita Íslendinga þrýstingi í Icesave-deilunni. Hlutverk AGS hér á landi er fyrst og fremst að tryggja að Íslendingar greiði upp sem mest af skuldum sínum. Ef það er ekki mögulegt, þá þarf að tryggja að fjármagnseigendur fái nógu háar vaxtagreiðslur. Samningurinn við AGS er í raun fullveldisafsal. Allar ákvarðanir á sviði peningamálstefnunnar, ríkisfjármála og fjármálakerfisins þarf að bera undir sjóðinn áður en þær eru teknar. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er að ná þeirri stærð sem að var stefnt með lánum frá AGS og vinaþjóðunum. Hann er nú um 700 milljarðar, þrátt fyrir að AGS og vinaþjóðirnar eigi enn eftir að lána okkur helminginn af umsamdri upphæð, þ.e. 600 milljarðar. Í dag getum við endurfjármagnað lán fram á árið 2012 sem er lengra tímabil en flestar aðra Evrópuþjóðir geta státað sig af. Við verðum að læra af sögu annarra þjóða og forðast skuldasöfnun með sífellt þyngir vaxtagreiðslur. Vextir á ári af gjaldeyrisvarasjóði sem fenginn er að láni og nemur um 50% eru 24 milljarðar. Spörum 12 milljarða og hættum frekari lántöku hjá AGS og „vinaþjóðum". Vextir keyrðir niðurSíðustu 3 mánuði hefur verðlag lækkað um 2,3% en slíkt ástand er kallað verðhjöðnun. Verðhjöðnun er merki um að fjárfestar og neytendur haldi að sér höndum en það gerist yfirleitt í kjölfar bankahruns. Ef vextir eru ekki lækkaðir verulega, þá er hætta á að hagkerfið festist í neikvæðum vítahring sífellt meiri samdráttar. Stýrivextir eru nú 7% og vaxtalækkanir peningastefnunefndar hafa verið alltof litlar fram til þessa, ekki síst í ljósi þess að þær hafa ekki áhrif fyrr en eftir 6-8 mánuði. Verðhjöðnun sem nemur 2,3% mun þýða að raunvextir verða rúm 9% sem er alltof hátt ekki síst vegna þess að meirihluti íslenskra fyrirtækja er tæknilega gjaldþrota. Íslensk fyrirtæki gera því lítið annað en að afla tekna fyrir vaxtagreiðslum. Ef okkur á að takast að komast hratt upp af botni kreppunnar, þá verður að lækka stýrivexti niður í a.m.k. 2%. Slík stýrivaxtalækkun mun draga verulega úr útgjöldum Seðlabankans sem hefur hingað til þurft að greiða viðskiptabönkunum 35 milljarða á ári í vaxtagreiðslur vegna þess að þeir eru fullir af peningum og hagkvæmara er fyrir þá að leggja peninga inn á reikning Seðlabanka en að lána skuldsettu atvinnulífi. Gjaldeyrishöftin munu koma í veg fyrir gengisfall krónunnar þegar stýrivextir fara niður fyrir 2% og halda áfram að vera skjól fyrir óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Rannsóknir geta ekki staðfest skoðun AGS að háir stýrivextir tryggi gengisstöðugleika, en markmið peningamálastefnu AGS er gengisstöðugleiki. Í ljósi reynslunnar af peningastefnu Seðlabankans er mikil bjartsýni að halda að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin og treysta á að stýrivextir komi í veg fyrir gengishrap krónunnar. Auk þess þarf ekki marga spákaupmenn og jöklabréfaeigendur til að ryksuga upp gjaldeyrisvarasjóðinn á örskömmum tíma. Almenn skuldaleiðréttingStjórnvöld eiga að beita almennri aðgerð til að leiðrétta skuldir heimilanna. Ísland sker sig úr öðrum ríkum sem farið hafa í gegnum fjármálakreppu hvað varðar útbreiðslu verðtryggingar. Sérfræðingar sem rannsakað hafa fjármálakreppur fullyrða að verðbólgurýrnun óverðtryggðra lána hafi komið í veg fyrir að kreppan yrði enn dýpri, þ.e. varnað enn fleiri gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja. Gjaldþrot eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið, þar sem fleiri neyðast til að afla tekna í svarta hagkerfinu og gjaldþrota fyrirtæki eru töpuð atvinnutækifæri. Við slíkar aðstæður aukast líkurnar á að heimili fólks, fyrirtæki og auðlindir fari á brunaútsölu. Almenn aðgerð er í samræmi við anda norræna velferðarkerfisins, þar sem áhersla er lögð á að allir sem orðið hafa fyrir sama tjóni fái sömu leiðréttingu en síðan er skattkerfið notað til að ná til baka af þeim sem ekki þurftu á aðstoð að halda. Sértækar aðgerðir eru dýrar og tímafrekar í framkvæmd og ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga um að mikilvægt sé að ná fram leiðréttingu skulda fljótt ef skuldavandinn á ekki að tefja endurreisnarferlið. Hægari niðurskurðurMikilvægt er að ná niður hallanum á ríkissjóði til lækka vaxtaútgjöld hans. Á þessu ári greiðir ríkið 1 krónu af hverjum 5 krónum í vexti sem er óviðundandi ástand þegar til lengdar lætur. Ríkisstjórnin hefur kynnt niðurskurð á næsta ári sem á að nema um 34 milljörðum. Niðurskurður eykur samdráttinn í efnahagslífinu, minnkar tekjur ríkissjóðs og eykur útgjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs. Niðurskurður mun komast verst niður á þeim sem hvað veikasta stöðu hafa í samfélaginu, þ.e. öryrkjum, sjúklingum, börnum og atvinnulausum. Kostnaðarminnsta leiðin til að ná hallanum á ríkissjóði niður er að flýta skattlagningu séreignasparnaðarins. Halli ríkissjóðs er um 90 milljarðar en ríkið á inni hjá þeim sem eiga séreignasparnað um 100 milljarða í ógreidda skatta sem myndu þá renna til ríkissjóðs á næsta ári. Skattlagningu séreignasparnar má líkja við vaxtalaust lán, þar sem framtíðarskattgreiðendur geta ekki treyst á að ríkið fái skatt þegar séreignasparnaður er greiddur út. Þó má ekki gleyma, að greiðsla skatts af inngreiddum séreignasparnaði mun síðan þýða á bilinu 10-13 milljarða tekjuauka fyrir ríkissjóð á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Fram til þessa hefur okkur tekist að ná frekar mjúkri lendingu hagkerfisins með m.a. gjaldeyrishöftum, hallarekstri ríkissjóðs og frystingu lána fyrirtækja og heimila. Nú er komið að tímamótum í endurreisninni og orðið tímabært að standa á eigin fótum. Byrja verður á að segja samningum við AGS upp áður en til þriðju endurskoðunar kemur. Samhliða því þarf að grípa til aðgerða sem örva efnahagslífið, þannig að það komist sem fyrst upp af botninum. Slíkar aðgerðir eru veruleg vaxtalækkun, almenn niðurfærslu lána og hægfara aðlögun ríkisútgjalda. Tími AGS liðinnUpphaflegi samningurinn við AGS gerði ráð fyrir að hann tæki enda 30. nóvember nk. en nú er búið að framlengja hann um 9 mánuði eða til loka ágúst 2011. Töfin er tilkomin vegna tilrauna til að beita Íslendinga þrýstingi í Icesave-deilunni. Hlutverk AGS hér á landi er fyrst og fremst að tryggja að Íslendingar greiði upp sem mest af skuldum sínum. Ef það er ekki mögulegt, þá þarf að tryggja að fjármagnseigendur fái nógu háar vaxtagreiðslur. Samningurinn við AGS er í raun fullveldisafsal. Allar ákvarðanir á sviði peningamálstefnunnar, ríkisfjármála og fjármálakerfisins þarf að bera undir sjóðinn áður en þær eru teknar. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er að ná þeirri stærð sem að var stefnt með lánum frá AGS og vinaþjóðunum. Hann er nú um 700 milljarðar, þrátt fyrir að AGS og vinaþjóðirnar eigi enn eftir að lána okkur helminginn af umsamdri upphæð, þ.e. 600 milljarðar. Í dag getum við endurfjármagnað lán fram á árið 2012 sem er lengra tímabil en flestar aðra Evrópuþjóðir geta státað sig af. Við verðum að læra af sögu annarra þjóða og forðast skuldasöfnun með sífellt þyngir vaxtagreiðslur. Vextir á ári af gjaldeyrisvarasjóði sem fenginn er að láni og nemur um 50% eru 24 milljarðar. Spörum 12 milljarða og hættum frekari lántöku hjá AGS og „vinaþjóðum". Vextir keyrðir niðurSíðustu 3 mánuði hefur verðlag lækkað um 2,3% en slíkt ástand er kallað verðhjöðnun. Verðhjöðnun er merki um að fjárfestar og neytendur haldi að sér höndum en það gerist yfirleitt í kjölfar bankahruns. Ef vextir eru ekki lækkaðir verulega, þá er hætta á að hagkerfið festist í neikvæðum vítahring sífellt meiri samdráttar. Stýrivextir eru nú 7% og vaxtalækkanir peningastefnunefndar hafa verið alltof litlar fram til þessa, ekki síst í ljósi þess að þær hafa ekki áhrif fyrr en eftir 6-8 mánuði. Verðhjöðnun sem nemur 2,3% mun þýða að raunvextir verða rúm 9% sem er alltof hátt ekki síst vegna þess að meirihluti íslenskra fyrirtækja er tæknilega gjaldþrota. Íslensk fyrirtæki gera því lítið annað en að afla tekna fyrir vaxtagreiðslum. Ef okkur á að takast að komast hratt upp af botni kreppunnar, þá verður að lækka stýrivexti niður í a.m.k. 2%. Slík stýrivaxtalækkun mun draga verulega úr útgjöldum Seðlabankans sem hefur hingað til þurft að greiða viðskiptabönkunum 35 milljarða á ári í vaxtagreiðslur vegna þess að þeir eru fullir af peningum og hagkvæmara er fyrir þá að leggja peninga inn á reikning Seðlabanka en að lána skuldsettu atvinnulífi. Gjaldeyrishöftin munu koma í veg fyrir gengisfall krónunnar þegar stýrivextir fara niður fyrir 2% og halda áfram að vera skjól fyrir óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Rannsóknir geta ekki staðfest skoðun AGS að háir stýrivextir tryggi gengisstöðugleika, en markmið peningamálastefnu AGS er gengisstöðugleiki. Í ljósi reynslunnar af peningastefnu Seðlabankans er mikil bjartsýni að halda að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin og treysta á að stýrivextir komi í veg fyrir gengishrap krónunnar. Auk þess þarf ekki marga spákaupmenn og jöklabréfaeigendur til að ryksuga upp gjaldeyrisvarasjóðinn á örskömmum tíma. Almenn skuldaleiðréttingStjórnvöld eiga að beita almennri aðgerð til að leiðrétta skuldir heimilanna. Ísland sker sig úr öðrum ríkum sem farið hafa í gegnum fjármálakreppu hvað varðar útbreiðslu verðtryggingar. Sérfræðingar sem rannsakað hafa fjármálakreppur fullyrða að verðbólgurýrnun óverðtryggðra lána hafi komið í veg fyrir að kreppan yrði enn dýpri, þ.e. varnað enn fleiri gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja. Gjaldþrot eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið, þar sem fleiri neyðast til að afla tekna í svarta hagkerfinu og gjaldþrota fyrirtæki eru töpuð atvinnutækifæri. Við slíkar aðstæður aukast líkurnar á að heimili fólks, fyrirtæki og auðlindir fari á brunaútsölu. Almenn aðgerð er í samræmi við anda norræna velferðarkerfisins, þar sem áhersla er lögð á að allir sem orðið hafa fyrir sama tjóni fái sömu leiðréttingu en síðan er skattkerfið notað til að ná til baka af þeim sem ekki þurftu á aðstoð að halda. Sértækar aðgerðir eru dýrar og tímafrekar í framkvæmd og ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga um að mikilvægt sé að ná fram leiðréttingu skulda fljótt ef skuldavandinn á ekki að tefja endurreisnarferlið. Hægari niðurskurðurMikilvægt er að ná niður hallanum á ríkissjóði til lækka vaxtaútgjöld hans. Á þessu ári greiðir ríkið 1 krónu af hverjum 5 krónum í vexti sem er óviðundandi ástand þegar til lengdar lætur. Ríkisstjórnin hefur kynnt niðurskurð á næsta ári sem á að nema um 34 milljörðum. Niðurskurður eykur samdráttinn í efnahagslífinu, minnkar tekjur ríkissjóðs og eykur útgjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs. Niðurskurður mun komast verst niður á þeim sem hvað veikasta stöðu hafa í samfélaginu, þ.e. öryrkjum, sjúklingum, börnum og atvinnulausum. Kostnaðarminnsta leiðin til að ná hallanum á ríkissjóði niður er að flýta skattlagningu séreignasparnaðarins. Halli ríkissjóðs er um 90 milljarðar en ríkið á inni hjá þeim sem eiga séreignasparnað um 100 milljarða í ógreidda skatta sem myndu þá renna til ríkissjóðs á næsta ári. Skattlagningu séreignasparnar má líkja við vaxtalaust lán, þar sem framtíðarskattgreiðendur geta ekki treyst á að ríkið fái skatt þegar séreignasparnaður er greiddur út. Þó má ekki gleyma, að greiðsla skatts af inngreiddum séreignasparnaði mun síðan þýða á bilinu 10-13 milljarða tekjuauka fyrir ríkissjóð á næstu árum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun