Guð láti gott á vita Svavar Gestsson skrifar 7. september 2010 06:00 Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun