Viðskipti innlent

Actavis haslar sér völl á sviði líftækni

Actavis ætlar að hasla sér völl á sviði líftækni og mun hefja áreiðanleikakönnun á svissneska líftæknifyrirtækinu Biopartners á næstunni. Ef af kaupunum verður eignast Actavis 51% hlut í Biopartners.

Í tilkynningu um málið segir dr. Claudio Albrecht, forstjóri Actavis að með því að færa sig inn á svið líftækni fá samheitalyfjafyrirtæki aðgang að vöruframboði sem krefst nýrrar nálgunar í þróun og markaðssetningu.

Albrecht segir að samheitalyfjafyrirtæki muni í framtíðinni fjárfesta meira í þróun og frumlyfjafyrirtæki þróa samheitalyf. Actavis vilji velja vandlega hvaða líftæknilyf félagið taki inn í vöruframboð sitt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×