Jónas Sen, tónlistarmaður og gagnrýnandi, hefur gengið til liðs við Fréttablaðið og mun eftirleiðis skrifa reglulegar greinar um tónlist og tónleika. Í fyrstu grein sinni í dag, skrifar Jónas um afmælistónleika Sigfúsar Halldórssonar í Salnum í Kópavogi.
Jónas hefur skrifað tónlistargagnrýni fyrir ýmis dagblöð frá árinu 1993 og stýrt sjónvarpsþáttum um tónlist. Hann lék á hljómborð á tónleikaferðalagi Bjarkar Guðmundsdóttur 2007 og 2008.
Innlent