Munnmök ástæða aukningar krabbameins í munni Karen Kjartansdóttir skrifar 17. október 2010 19:19 Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur. Munnmök eru talin orsök þess að tíðni krabbameins í munni og hálsi er orðið helmingi algengara en fyrir um 20 árum. Faraldsfræðingur segir veiru sem getur orsakað krabbameinið hafa smitast mjög víða hér á landi enda eigi Íslendingar yfirleitt fleiri rekkjunauta en gengur og gerist í öðrum löndum. Kynfæravörtur eru einn algengasti kynsjúkdómur í heiminum í dag, en talið er að um 80 prósent þeirra sem stunda kynlíf hafi einhver tímann smitast af kynfæravörtusýkingu. Aðeins lítill hluti þessa fólks fær þó vörtur sem sjást með berum augum. Veirurnar sem valda svo þessum vörtum eru kallaðar HPV-veirur og eru ítrekaðar sýkingar talin helsta orsök leghálskrabbameins. Veiran smitast aðallega við samfarir en geta einnig smitast við munnmök. Síðarnefnda smitleiðin hefur reyndar mjög lítið verið rædd. Í heimildamynd frá Breska ríkissjónvarpinu, BBC, sem breska blaðið Guardian, fjallar um í dag, er málið reyndar kallað eitt af síðustu tabúum kynlífsins. Þar er einnig greint frá nýrri breskri rannsókn sem sýnir að að tíðni krabbameins í munni og hálsi hefur aukist um helming meðal ungra breskra karlmanna. Segja sérfræðingar Krabbameinsfélag Bretlands faraldur í uppsiglingu. Aukning er einnig meðal kvenna, en ekki nærri jafn mikil. Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur, segir að enn hafi ekki orðið vart við aukningu á krabbameini í munni hér á landi. Hún segir þó að HPV veiran sé mjög útbreidd hér á landi. Stór rannsókn sem gerð var á Norðurlöndum hafi sýnt sláandi niðurstöður. „Við vorum mjög leið að sjá það að á Íslandi er langhæst tíðni af kynfæravörtusmiti hjá ungum konunum, ekki eldri konum en þar var tíðnin lægst. Það er greinilegt að þetta smit hefur verið aukast jafnt og þétt hjá yngri fólki," segir Laufey. Fjöldi rekkjunauta skiptir mestu máli í því samhengi. En hvað er hægt að gera til að reyna stemma stigu við þessari þróun? „Líkurnar fara algjörlega eftir því hvað maður sefur hjá mörgum og þær eru mjög miklar ef maður sefur hjá einhverjum sem er komin með þetta smit. Það sem maður getur fyrst og fremst gert er náttúrulega að sofa ekki hjá mörgum og velja vel vegna þess að það fer líka eftir því hversu hjá mörgum sem maður hefur sefur hjá hefur sofið hjá," segir Laufey. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Munnmök eru talin orsök þess að tíðni krabbameins í munni og hálsi er orðið helmingi algengara en fyrir um 20 árum. Faraldsfræðingur segir veiru sem getur orsakað krabbameinið hafa smitast mjög víða hér á landi enda eigi Íslendingar yfirleitt fleiri rekkjunauta en gengur og gerist í öðrum löndum. Kynfæravörtur eru einn algengasti kynsjúkdómur í heiminum í dag, en talið er að um 80 prósent þeirra sem stunda kynlíf hafi einhver tímann smitast af kynfæravörtusýkingu. Aðeins lítill hluti þessa fólks fær þó vörtur sem sjást með berum augum. Veirurnar sem valda svo þessum vörtum eru kallaðar HPV-veirur og eru ítrekaðar sýkingar talin helsta orsök leghálskrabbameins. Veiran smitast aðallega við samfarir en geta einnig smitast við munnmök. Síðarnefnda smitleiðin hefur reyndar mjög lítið verið rædd. Í heimildamynd frá Breska ríkissjónvarpinu, BBC, sem breska blaðið Guardian, fjallar um í dag, er málið reyndar kallað eitt af síðustu tabúum kynlífsins. Þar er einnig greint frá nýrri breskri rannsókn sem sýnir að að tíðni krabbameins í munni og hálsi hefur aukist um helming meðal ungra breskra karlmanna. Segja sérfræðingar Krabbameinsfélag Bretlands faraldur í uppsiglingu. Aukning er einnig meðal kvenna, en ekki nærri jafn mikil. Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur, segir að enn hafi ekki orðið vart við aukningu á krabbameini í munni hér á landi. Hún segir þó að HPV veiran sé mjög útbreidd hér á landi. Stór rannsókn sem gerð var á Norðurlöndum hafi sýnt sláandi niðurstöður. „Við vorum mjög leið að sjá það að á Íslandi er langhæst tíðni af kynfæravörtusmiti hjá ungum konunum, ekki eldri konum en þar var tíðnin lægst. Það er greinilegt að þetta smit hefur verið aukast jafnt og þétt hjá yngri fólki," segir Laufey. Fjöldi rekkjunauta skiptir mestu máli í því samhengi. En hvað er hægt að gera til að reyna stemma stigu við þessari þróun? „Líkurnar fara algjörlega eftir því hvað maður sefur hjá mörgum og þær eru mjög miklar ef maður sefur hjá einhverjum sem er komin með þetta smit. Það sem maður getur fyrst og fremst gert er náttúrulega að sofa ekki hjá mörgum og velja vel vegna þess að það fer líka eftir því hversu hjá mörgum sem maður hefur sefur hjá hefur sofið hjá," segir Laufey.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira