Enski boltinn

WBA skellti Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.

WBA komst upp í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið vann góðan heimasigur á Newcastle, 3-1.

Það var Somen Tchoyi sem kom WBA yfir með marki á 32. mínútu og Peter Odemwingie bætti öðru við á 71. mínútu.

Odemwingie bætti þriðja markinu við einni mínútu fyrir leikslok og Peter Lövenkrands klóraði í bakkann fyrir Newcastle í uppbótartíma.

Newcastle er í ellefta sæti en WBA heldur áfram að koma skemmtilega á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×