Handbolti

Oddur: Mjög spennandi verkefni sem tekur nú við

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í dag. Mynd/Stefán
Úr leiknum í dag. Mynd/Stefán

„Það er frábært að vera komnir svona langt," sagði Akureyringurinn Oddur Gretarsson eftir að liðið vann Víking örugglega og tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarsins.

„Við áttum í smá erfiðleikum með að finna taktinn í byrjun. Síðan þegar við náum þessum hraðaupphlaupum og vörnin fór að smella var þetta aldrei spurning. Þetta gekk mjög vel í seinni hálfleik."

Næst á dagskrá hjá Oddi er hinsvegar verkefni með íslenska landsliðinu en hann er í hópnum sem er að fara að leika í heimsbikarnum í Svíþjóð í vikunni.

„Þetta er mjög spennandi verkefni sem tekur við á morgun. Ég hlakka mikið til og lýst vel á þennan hóp. Við erum nokkrir sem erum að fá tækifæri og verður gaman að spila þessa tvo leiki."

Tveir aðrir leikmenn Akureyrar eru í landsliðshópnum; Bjarni Fritzson og markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson. „Það er ekki hægt að neita því að það hefur verið fiðringur í manni síðustu daga," segir Sveinbjörn sem er nýliði í hópnum. „En þetta er frábært tækifæri sem ég er heppinn að fá og vonandi næ ég að heilla landsliðsþjálfarann og sýna að ég geti eitthvað í markinu."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×