Framtíð Petrovs ræðst af árangri 14. júlí 2010 12:30 Vitaly Petrov ekur með Renault og er nýliði á árinu í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum. Orðrómur er um komu Kimi Raikkönen til Renault og það yrði þá á kostnað Petrovs, þar sem Robert Kubica hefur gert tveggja ára framhalds samning við Renault. Raikkönen keppir á þessu ári í heimsmeistaramótinu í rallakstri með Citroen og óljóst hvort hann vill snúa aftur eður ei. Petrov þarf að standa sig vel í þeim mótum sem eftir eru, ef hann á að halda sæti sínu hjá liðinu. "Framtíð hans er í hans höndum. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum, hann er besti nýliðinn. Hann hefur gert magnaða hluti á köflum, en þarf stöðugleika. Við þörfnumst þess að báðir ökumenn séu að vinna liðinu stig og þess vegna verður til orðrómur um sæti hans hjá liðinu", sagði Eric Boullier hjá Renault í frétt á autosport.com í dag. "En við stöndum þétt við bakið á honum og erum ánægðir að hafa hann hjá liðinu og munum gera allt til að hjálpa honum að taka lokaskrefið. Þangað sem við viljum að hann sé", sagði Bouillier. Renault er með 89 stig og af þeim hefur Kubica náði í 83 stig. Liðið er í fjórða sæti, 37 stigum á eftir Mercedes. Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum. Orðrómur er um komu Kimi Raikkönen til Renault og það yrði þá á kostnað Petrovs, þar sem Robert Kubica hefur gert tveggja ára framhalds samning við Renault. Raikkönen keppir á þessu ári í heimsmeistaramótinu í rallakstri með Citroen og óljóst hvort hann vill snúa aftur eður ei. Petrov þarf að standa sig vel í þeim mótum sem eftir eru, ef hann á að halda sæti sínu hjá liðinu. "Framtíð hans er í hans höndum. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum, hann er besti nýliðinn. Hann hefur gert magnaða hluti á köflum, en þarf stöðugleika. Við þörfnumst þess að báðir ökumenn séu að vinna liðinu stig og þess vegna verður til orðrómur um sæti hans hjá liðinu", sagði Eric Boullier hjá Renault í frétt á autosport.com í dag. "En við stöndum þétt við bakið á honum og erum ánægðir að hafa hann hjá liðinu og munum gera allt til að hjálpa honum að taka lokaskrefið. Þangað sem við viljum að hann sé", sagði Bouillier. Renault er með 89 stig og af þeim hefur Kubica náði í 83 stig. Liðið er í fjórða sæti, 37 stigum á eftir Mercedes.
Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira