Innlent

Stöðvuðu 15 ára stúlku með naglamottu

Ofsaakstri fimmtán ára stúlku á stolnum bíl lauk í nótt með því að bíllinn nam staðar eftir að það sprakk samstundis á þremur hjólbörðum, þegar stúlkan ók bílnum yfir svonefnda naglamottu, sem lögreglan á Selfossi hafði lagt á þjóðveginn við hringtorgið í Hveragerði. Stúlkuna og vinkonu hennar sakaði ekki.

Þetta hófst með því að lögreglan ætlaði að stöðva stúlkuna við venjubundið eftirlit á Miklubraut um eitt leitið í nótt, en þá gaf hún allt í botn og hélt til austurs og inn á Suðurlandsveginn. Nokkrir lögreglubílar og sjúkrabíll héldu í humátt á eftir henni og ók hún um tíma á að minnstakosti 170 kílómetra hraða, en svo vel vildi til að lítil sem engin umferð var á móti. Var þá óskað eftir að lögregla á Selfossi gerði henni fyrirsát, með áðurnefndum árangri.

Barnaverndaryfirvöld fjalla nú um mál stúlkunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×