Ný vinnubrögð Jón Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2010 06:00 Það hitti mig illa að heyra um skipverjann á Sturlaugi H. Böðvarssyni sem veiktist alvarlega þegar skipið var statt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Í fréttum kom fram að ekki hefði verið tiltæk þyrluáhöfn til að manna fylgdarþyrlu fyrir þá sem senda hefði mátt eftir skipverjanum. Vinnureglur Landhelgisgæslunnar segja fyrir um að ekki sé farið lengra út til hafs á einni þyrlu en 20 sjómílur til að tryggja öryggi þyrluáhafna. Þessi regla er sett til þess að hægt sé að bregðast við til bjargar áhafnarmeðlimum komi eitthvað upp á. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli eða sambærilegum hefði verið hægt að fara nokkrar leiðir til að koma skipverjanum til hjálpar. Þannig hefði mátt senda út björgunarskip með lækni sem hefði verið komið að togaranum innan 3 klukkustunda, senda út björgunarskip til að fylgja þyrlunni eftir auk þess að setja skip og báta á siglingaleiðinni í viðbragðsstöðu til að koma þyrluáhöfninni til bjargar ef á hefði þurft að halda. Sjóveður og sjólag var eins og best verður á kosið. Þegar kreppir að verðum við að gera það besta sem hægt er við breyttar aðstæður. Þegar menn veikjast, hvort sem er á landi eða sjó, eigum við að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Ég get ekki metið nauðsyn læknishjálpar í þessu tiltekna tilfelli, en fram hefur komið í fréttum að brugðið hefði getað til beggja vona. Ég vil koma því skilmerkilega á framfæri að okkur eru ekki allar bjargir bannaðar þótt að kreppi um stundarsakir og okkur ber skylda til að hugsa upp ný vinnubrögð við breyttar aðstæður. Ef manneskja hefði veikst alvarlega uppi á jökli og þyrla ekki getað sótt hana t.d. vegna slæms skyggnis, þá hefðu björgunarsveitir með lækna verið sendar á staðinn. Sjómenn eiga kröfu á því að fá sömu viðbrögð og aðrir þegar á bjátar og þeim aðferðum sem að framan var lýst hefði hæglega mátt beita í þessu tilfelli ef læknir hefði metið ástandið jafnalvarlegt og áhöfn skipsins. Höfundur er alþingismaður og og formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Það hitti mig illa að heyra um skipverjann á Sturlaugi H. Böðvarssyni sem veiktist alvarlega þegar skipið var statt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Í fréttum kom fram að ekki hefði verið tiltæk þyrluáhöfn til að manna fylgdarþyrlu fyrir þá sem senda hefði mátt eftir skipverjanum. Vinnureglur Landhelgisgæslunnar segja fyrir um að ekki sé farið lengra út til hafs á einni þyrlu en 20 sjómílur til að tryggja öryggi þyrluáhafna. Þessi regla er sett til þess að hægt sé að bregðast við til bjargar áhafnarmeðlimum komi eitthvað upp á. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli eða sambærilegum hefði verið hægt að fara nokkrar leiðir til að koma skipverjanum til hjálpar. Þannig hefði mátt senda út björgunarskip með lækni sem hefði verið komið að togaranum innan 3 klukkustunda, senda út björgunarskip til að fylgja þyrlunni eftir auk þess að setja skip og báta á siglingaleiðinni í viðbragðsstöðu til að koma þyrluáhöfninni til bjargar ef á hefði þurft að halda. Sjóveður og sjólag var eins og best verður á kosið. Þegar kreppir að verðum við að gera það besta sem hægt er við breyttar aðstæður. Þegar menn veikjast, hvort sem er á landi eða sjó, eigum við að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Ég get ekki metið nauðsyn læknishjálpar í þessu tiltekna tilfelli, en fram hefur komið í fréttum að brugðið hefði getað til beggja vona. Ég vil koma því skilmerkilega á framfæri að okkur eru ekki allar bjargir bannaðar þótt að kreppi um stundarsakir og okkur ber skylda til að hugsa upp ný vinnubrögð við breyttar aðstæður. Ef manneskja hefði veikst alvarlega uppi á jökli og þyrla ekki getað sótt hana t.d. vegna slæms skyggnis, þá hefðu björgunarsveitir með lækna verið sendar á staðinn. Sjómenn eiga kröfu á því að fá sömu viðbrögð og aðrir þegar á bjátar og þeim aðferðum sem að framan var lýst hefði hæglega mátt beita í þessu tilfelli ef læknir hefði metið ástandið jafnalvarlegt og áhöfn skipsins. Höfundur er alþingismaður og og formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun