Viðskipti erlent

Danir afnema ríkisábyrgð á innistæðum í bönkum

Danir hafa ákveðið að afnema ríkisábyrgð á innistæðum í bönkum landsins. Danska þingið samþykkti frumvarp þessa efnis með miklum meirihluta í gærdag.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum mun ríkisábyrgðin falla niður þann 1. október næstkomandi. Í staðinn munu danskir bankar tryggja innistæður hjá sér að hámarki 750.000 danskra kr.

Ríkisábyrgðinni var komið á fót árið 2008 þegar fjármálakreppan var í hápunkti. Áður en kreppan skall á voru 300.000 danskar kr. hámarkstrygging á dönskum bankareikningum.

Brian Mikkelsen efnahags- og viðskiptaráðherra Danmerkur segir að Danir séu ein fyrsta þjóðin í ESB sem afnemur ríkisábyrgð á innistæðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×