Lífið

Ný plata frá Radiohead í ár

Eftir þriggja ára bið er ný plata á leiðinni  frá Radiohead.
Eftir þriggja ára bið er ný plata á leiðinni frá Radiohead.

Hljómsveitin Radiohead er á lokasprettinum við vinnu á nýrri plötu. Hljómsveitin vonast til að geta gefið hana út í enda árs, samkvæmt viðtali við gítarleikarann Ed O‘Brien.

Radiohead gaf síðast út plötuna In Rainbows árið 2007 og hún þótti vel heppnuð. Aðdáendur hljómsveitarinnar hafa því beðið spenntir eftir framhaldi. Útgáfa In Rainbows vakti mikla athygli þar sem Radiohead leyfði aðdáendum að borga það sem þeir vildu fyrir plötuna.

Óvíst er hvaða leið þeir fara við útgáfu á nýju plötunni, sem hefur ekki hlotið nafn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.