Formúla 1

Webber: Réttlætinu fullnægt með sigrinum

Mark Webber með sigurlaunin á Silverstone í dag.
Mark Webber með sigurlaunin á Silverstone í dag. Mynd: Getty Images

Mark Webber hjá Red Bull var ánægður að vinna Formúlu 1 mótið á Silverstone, þrátt fyrir að honum finndist liðið mismuna sér fyrir tímatökuna í gær.

Vettel fékk væng undan bíl Webbers og náði besta tíma. En Webber sá við honum í mótinu og vann, en Vetttel varð sjöundi eftir brösótt gengi.

 

"Það kom upp óvenjuleg staða I gær og í fyrsta skipti sem þetta gerist. Ég hefði aldrei skrifað undir samnng við Red Bull fyrir næsta ár ef ég hefði vitað þetta fyrirfram", sagði Webber í frett á autosport.com.

 

"Ég varð fyrir vonbrigðum en við sjáum hvað gerist í framtíðinni. Ég held áfram af kappi og við sjáum hvað gerist. Ég hef mætt mótlæti í lífinu áður, bæði í starfi og leik. Menn verða að gæta þess að hella ekki olíu á eldin í svona málum og þetta getur ekki gerst oft."

 

Aðspurður um hvort réttlætinu hefði verið fullnægt með sigrinum sagði Webber;

 

"Eins og stefnumót við karma? Já. Þetta á ekki að gerast, svona ákvörðun. Aðrir ökumenn buðu mér sína vængi í gríni, en það gerði Seb ekki", sagði Vettel.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×