Webber vann eftir að hafa verið móðgaður 11. júlí 2010 15:24 Mark Webber var ekki sáttur við framkomu Red Bull í hans garð á Solverstone Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber sem býr í Englandi vann sætan sigur á Silverstone í dag, eftir hafa að hafa skákað liðsfélaga sínum Sebastian Vettel og heimamanninum Lewis Hamilton hjá McLaren. Nokkur styr var innanbúðar hjá Red Bull fyrir kappaksturinn þar sem Vettel hafði fengið framvæng undan bíl Webbers, samkvæmt skipun framkvæmdarstjórans Christian Horner. Webber var þó ekki vænglaus, heldur varð að nota eldri útgáfu og væntanlega síðri. Hann var ósáttur, enda hafði Vettel brotið sinn nýja væng á æfingu fyrir tímatökuna í gær. En Horner ákvað að Vettel fengi væng Webbers þar sem Vettel var ofar að stigum í stigamótinu. En Webber svaraði þessu atriði með því að ná forystu í mótinu, eftir að Vettel hafði mistekist í ræsingu. Síðan sprakk dekk hjá Vettel og hann féll niður í neðsta sætið. Webber var hins vegar funheitur og í sérflokki og aðeins Hamilton náði að halda eitthvað í Ástralann. En Webber keyrði afar vel og varð ekki ógnað. Þegar hann kom í endamark sendi hann smá pillu til liðs síns í talkerfinu þegar hann sagði; "Ekki slæmt fyrir ökumann númer 2", vísaði þannig í að hann hafði verið beittur órétti. Eftir keppnina sagði Webber að hann hefði aldrei skrifað undir framhaldssamning við Red Bull, ef hann hefði vitað að hann myndi upplifa álíka framkomu. Hann greindi frá því í frétt á autosport.com. Með sigrinum komst Webber uppfyrir Vettel í stigamótinu ökumanna, en með því að ná öðru sæti er Hamilton enn efstur að stigum. Jenson Button hjá McLaren er annar í stigamótinu og náði fjórða sæti eftir að hafa ræst af stað í fjórtánda sæti. Ók því vel. Nico Rosberg hjá Mercedes náði síðasta stigasætinu á undan Button, sem varð aðeins 0.6 sekúndum á eftir bronsmanninum. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1h24:38.200 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.360 3. Rosberg Mercedes + 21.307 4. Button McLaren-Mercedes + 21.986 5. Barrichello Williams-Cosworth + 31.456 6. Kobayashi Sauber-Ferrari + 32.171 7. Vettel Red Bull-Renault + 36.734 8. Sutil Force India-Mercedes + 40.932 9. Schumacher Mercedes + 41.599 10. Hulkenberg Williams-Cosworth + 42.012 Stigastaðan 1. Hamilton 145 1. McLaren-Mercedes 278 2. Button 133 2. Red Bull-Renault 249 3. Webber 128 3. Ferrari 165 4. Vettel 121 4. Mercedes 126 5. Alonso 98 5. Renault 89 6. Rosberg 90 6. Force India-Mercedes 47 7. Kubica 83 7. Williams-Cosworth 31 8. Massa 67 8. Sauber-Ferrari 15 9. Schumacher 36 9. Toro Rosso-Ferrari 10 10. Sutil 35 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ástralinn Mark Webber sem býr í Englandi vann sætan sigur á Silverstone í dag, eftir hafa að hafa skákað liðsfélaga sínum Sebastian Vettel og heimamanninum Lewis Hamilton hjá McLaren. Nokkur styr var innanbúðar hjá Red Bull fyrir kappaksturinn þar sem Vettel hafði fengið framvæng undan bíl Webbers, samkvæmt skipun framkvæmdarstjórans Christian Horner. Webber var þó ekki vænglaus, heldur varð að nota eldri útgáfu og væntanlega síðri. Hann var ósáttur, enda hafði Vettel brotið sinn nýja væng á æfingu fyrir tímatökuna í gær. En Horner ákvað að Vettel fengi væng Webbers þar sem Vettel var ofar að stigum í stigamótinu. En Webber svaraði þessu atriði með því að ná forystu í mótinu, eftir að Vettel hafði mistekist í ræsingu. Síðan sprakk dekk hjá Vettel og hann féll niður í neðsta sætið. Webber var hins vegar funheitur og í sérflokki og aðeins Hamilton náði að halda eitthvað í Ástralann. En Webber keyrði afar vel og varð ekki ógnað. Þegar hann kom í endamark sendi hann smá pillu til liðs síns í talkerfinu þegar hann sagði; "Ekki slæmt fyrir ökumann númer 2", vísaði þannig í að hann hafði verið beittur órétti. Eftir keppnina sagði Webber að hann hefði aldrei skrifað undir framhaldssamning við Red Bull, ef hann hefði vitað að hann myndi upplifa álíka framkomu. Hann greindi frá því í frétt á autosport.com. Með sigrinum komst Webber uppfyrir Vettel í stigamótinu ökumanna, en með því að ná öðru sæti er Hamilton enn efstur að stigum. Jenson Button hjá McLaren er annar í stigamótinu og náði fjórða sæti eftir að hafa ræst af stað í fjórtánda sæti. Ók því vel. Nico Rosberg hjá Mercedes náði síðasta stigasætinu á undan Button, sem varð aðeins 0.6 sekúndum á eftir bronsmanninum. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1h24:38.200 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.360 3. Rosberg Mercedes + 21.307 4. Button McLaren-Mercedes + 21.986 5. Barrichello Williams-Cosworth + 31.456 6. Kobayashi Sauber-Ferrari + 32.171 7. Vettel Red Bull-Renault + 36.734 8. Sutil Force India-Mercedes + 40.932 9. Schumacher Mercedes + 41.599 10. Hulkenberg Williams-Cosworth + 42.012 Stigastaðan 1. Hamilton 145 1. McLaren-Mercedes 278 2. Button 133 2. Red Bull-Renault 249 3. Webber 128 3. Ferrari 165 4. Vettel 121 4. Mercedes 126 5. Alonso 98 5. Renault 89 6. Rosberg 90 6. Force India-Mercedes 47 7. Kubica 83 7. Williams-Cosworth 31 8. Massa 67 8. Sauber-Ferrari 15 9. Schumacher 36 9. Toro Rosso-Ferrari 10 10. Sutil 35
Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira