Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi 3. desember 2010 05:30 bjarni harðarson „Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. Ráðuneytinu barst formlegt erindi í gær frá Samtökum verslunar og þjónustu þar sem þess er krafist af Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að hann heimili aukinn innflutning nú þegar og mikilvægt sé að hann sé án aðflutningsgjalda. Ástæðan er síendurtekin tilfelli salmonellusýkinga hjá innlendum framleiðendum sem leiða til skorts á kjúklingi á markaðnum. Bjarni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að bæði framleiðendur og innflytjendur séu hagsmunahópar í málinu og verið sé að afla gagna í ljósi þess. „Nú er verið að skoða birgðastöðu á markaðnum fyrst og fremst," segir Bjarni. „Fyrstu athuganir okkar benda til þess að það séu nægar birgðir og það er byggt á upplýsingum víða að." Bjarni segir enn fremur að nefnd sem fjallar um innflutningsmál þurfi að skoða og fjalla um málið áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun. Í nóvember greindust tveir eldishópar jákvæðir af salmónellu til viðbótar við þá 27 sem greinst hafa á þessu ári. Þessum hópum þarf að farga og urða fuglana. Einnig hafa greinst þrír sláturhópar til viðbótar við þá 18 sem greinst höfðu á árinu. Í Bændablaðinu í gær kom fram að á tveimur og hálfu ári hefði meira en hálfri milljón kjúklinga verið fargað. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að grunur leiki á að sýkingarnar berist til framleiðenda með fóðrinu. Verið sé að nota innflutt sojamjöl í auknum mæli sem prótíngjafa í fóðurframleiðslu og margt bendi til þess að sýkingin dreifist með því. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
„Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. Ráðuneytinu barst formlegt erindi í gær frá Samtökum verslunar og þjónustu þar sem þess er krafist af Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að hann heimili aukinn innflutning nú þegar og mikilvægt sé að hann sé án aðflutningsgjalda. Ástæðan er síendurtekin tilfelli salmonellusýkinga hjá innlendum framleiðendum sem leiða til skorts á kjúklingi á markaðnum. Bjarni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að bæði framleiðendur og innflytjendur séu hagsmunahópar í málinu og verið sé að afla gagna í ljósi þess. „Nú er verið að skoða birgðastöðu á markaðnum fyrst og fremst," segir Bjarni. „Fyrstu athuganir okkar benda til þess að það séu nægar birgðir og það er byggt á upplýsingum víða að." Bjarni segir enn fremur að nefnd sem fjallar um innflutningsmál þurfi að skoða og fjalla um málið áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun. Í nóvember greindust tveir eldishópar jákvæðir af salmónellu til viðbótar við þá 27 sem greinst hafa á þessu ári. Þessum hópum þarf að farga og urða fuglana. Einnig hafa greinst þrír sláturhópar til viðbótar við þá 18 sem greinst höfðu á árinu. Í Bændablaðinu í gær kom fram að á tveimur og hálfu ári hefði meira en hálfri milljón kjúklinga verið fargað. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að grunur leiki á að sýkingarnar berist til framleiðenda með fóðrinu. Verið sé að nota innflutt sojamjöl í auknum mæli sem prótíngjafa í fóðurframleiðslu og margt bendi til þess að sýkingin dreifist með því. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira