Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi 3. desember 2010 05:30 bjarni harðarson „Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. Ráðuneytinu barst formlegt erindi í gær frá Samtökum verslunar og þjónustu þar sem þess er krafist af Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að hann heimili aukinn innflutning nú þegar og mikilvægt sé að hann sé án aðflutningsgjalda. Ástæðan er síendurtekin tilfelli salmonellusýkinga hjá innlendum framleiðendum sem leiða til skorts á kjúklingi á markaðnum. Bjarni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að bæði framleiðendur og innflytjendur séu hagsmunahópar í málinu og verið sé að afla gagna í ljósi þess. „Nú er verið að skoða birgðastöðu á markaðnum fyrst og fremst," segir Bjarni. „Fyrstu athuganir okkar benda til þess að það séu nægar birgðir og það er byggt á upplýsingum víða að." Bjarni segir enn fremur að nefnd sem fjallar um innflutningsmál þurfi að skoða og fjalla um málið áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun. Í nóvember greindust tveir eldishópar jákvæðir af salmónellu til viðbótar við þá 27 sem greinst hafa á þessu ári. Þessum hópum þarf að farga og urða fuglana. Einnig hafa greinst þrír sláturhópar til viðbótar við þá 18 sem greinst höfðu á árinu. Í Bændablaðinu í gær kom fram að á tveimur og hálfu ári hefði meira en hálfri milljón kjúklinga verið fargað. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að grunur leiki á að sýkingarnar berist til framleiðenda með fóðrinu. Verið sé að nota innflutt sojamjöl í auknum mæli sem prótíngjafa í fóðurframleiðslu og margt bendi til þess að sýkingin dreifist með því. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. Ráðuneytinu barst formlegt erindi í gær frá Samtökum verslunar og þjónustu þar sem þess er krafist af Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að hann heimili aukinn innflutning nú þegar og mikilvægt sé að hann sé án aðflutningsgjalda. Ástæðan er síendurtekin tilfelli salmonellusýkinga hjá innlendum framleiðendum sem leiða til skorts á kjúklingi á markaðnum. Bjarni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að bæði framleiðendur og innflytjendur séu hagsmunahópar í málinu og verið sé að afla gagna í ljósi þess. „Nú er verið að skoða birgðastöðu á markaðnum fyrst og fremst," segir Bjarni. „Fyrstu athuganir okkar benda til þess að það séu nægar birgðir og það er byggt á upplýsingum víða að." Bjarni segir enn fremur að nefnd sem fjallar um innflutningsmál þurfi að skoða og fjalla um málið áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun. Í nóvember greindust tveir eldishópar jákvæðir af salmónellu til viðbótar við þá 27 sem greinst hafa á þessu ári. Þessum hópum þarf að farga og urða fuglana. Einnig hafa greinst þrír sláturhópar til viðbótar við þá 18 sem greinst höfðu á árinu. Í Bændablaðinu í gær kom fram að á tveimur og hálfu ári hefði meira en hálfri milljón kjúklinga verið fargað. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að grunur leiki á að sýkingarnar berist til framleiðenda með fóðrinu. Verið sé að nota innflutt sojamjöl í auknum mæli sem prótíngjafa í fóðurframleiðslu og margt bendi til þess að sýkingin dreifist með því. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira