Enski boltinn

Vieira orðinn pirraður á bekknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Álagið er ekki að sliga Vieira í vetur. Nordic Photos/Getty Images
Álagið er ekki að sliga Vieira í vetur. Nordic Photos/Getty Images

Það eru margir óánægðir leikmenn hjá Man. City enda hópurinn stór og sterkur. Einn þeirra sem er ósáttur vegna bekkjarsetu er Frakkinn Patrick Vieira.

Hann var fenginn til liðsins frá Inter og hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í deildinni þó svo hann fái að spila reglulega með liðinu í Evrópudeildinni.

Vieira hefur þess utan aðeins verið einu sinni í byrjunarliðinu í deildarleik í vetur.

"Auðvitað er ég pirraður en ég er ekki einn um það. Þegar fólk lítur á hópinn og sér þennan fjölda stórstjarna þá er eðlilegt að einhverjir séu fúlir," sagði Vieira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×