Lífið

Nóg að gera hjá Halldóri í Háskólabíói

Halldór Ómar er byrjaður að vinna í Háskólabíói eftir þrjátíu ára starf sem móttökustjóri í Regnboganum.Fréttablaðið/Daníel
Halldór Ómar er byrjaður að vinna í Háskólabíói eftir þrjátíu ára starf sem móttökustjóri í Regnboganum.Fréttablaðið/Daníel

„Ég byrjaði að vinna hér 1. júní og líkar mjög vel,“ segir Halldór Ómar Sigurðsson um nýju vinnuna sína í Háskólabíói.

Halldór hefur sett mikinn svip á bíómenningu Íslendinga í starfi sínu sem framkvæmdastjóri móttökusviðs í Regnboganum sáluga í þrjátíu ár. Halldór segist ekki sakna Regnbogans mikið og nóg sé að gera hjá honum í nýja starfinu. „Háskólabíó er svo stórt og mikið að gera. Það er miklu betra og frjálsara en í Regnboganum,“ segir Halldór, sem hefur fengið nýjan búning merktan Háskólabíói og er ánægður með það.

Halldór sér um að taka á móti vörum og plakötum ásamt almennri vinnu í móttökunni. „Það er mikið að gera hér vestur frá, því það er svo stórt og nóg af gestum til að sinna. Það er líka svo góður andi hér og fólkið tók vel á móti mér,“ segir Halldór og bætir við að hann vilji starfa í Háskólabíói um ókomna tíð.

Halldór er mikill aðdáandi leikarans Toms Cruise og er með það á hreinu hvenær næsta mynd með leikaranum kemur í bíó. „7. júlí kemur Tom Cruise til mín í heimsókn. Þá fer ég í bíó,“ segir Halldór kátur að lokum. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.