Enski boltinn

Ancelotti: Leikmenn eru hræddir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Phil Neville fagnaði jöfnunarmarkinu innilega en hann gaf mark Chelsea í leiknum.
Phil Neville fagnaði jöfnunarmarkinu innilega en hann gaf mark Chelsea í leiknum.

Vandræðagangur Chelsea hélt áfram í dag þegar liðið missti unnin leik niður í jafntefli gegn Everton er Jermaine Beckford skoraði jöfnunarmark undir lokin. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir séu hræddir.

Chelsea hefur nú aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og Ancelotti var að vonum allt annað en kátur eftir leikinn.

"Ég er vonsvikinn og reiður. Ekki bara út af úrslitunum. Við spiluðum fínan boltan í fyrri hálfleik en síðari hálfleikur var allt annar," sagði Ancelotti.

"Þá fórum við að beita löngum sendingum. Við vorum svolítið hræddir. Ég var alls ekki nógu hrifinn af þessu. Ég skil ekki af hverju við erum hættir að spila eins og við getum. Við verðum að fara yfir það, skilja það og síðan breyta því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×