Björgvin klár í risahelgi 4. desember 2010 08:00 Stund milli stríða. Björgvin notaði tækifærið þegar hann fékk smá frí og kíkti á netið á nýju iPad-tölvunni sinni. Fréttablaðið/Daníel Björgvin Halldórsson býður upp á sannkallað jólalagahlaðborð í Laugardalshöllinni þegar einvalalið jólagesta hans treður upp á fernum tónleikum. Búist er við tólf þúsund gestum. „Mér líst ofsalega vel á þetta og það er í raun ótrúlegt að þetta skuli vera í dag," segir Björgvin Halldórsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert jólatónleikaæði hjá íslensku þjóðinni. Um tólf þúsund gestir leggja leið sína í Laugardalinn um helgina og hlýða á Björgvin syngja jólalög ásamt valinkunnum gestum á borð við Paul Potts, Alexander Rybak, Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Kristján Jóhannsson. Stór hópur Gríðarlega stór hópur listamanna kemur að tónleikunum um helgina, strengjasveit, gospelkór, hrynsveit og barnakór. Fjórir tónleikar alls og svo Akureyri um næstu helgi.Sjálfur segist Björgvin vera í flottu formi og raunar alveg furðu rólegur og afslappaður þótt hann syngi í flestum lögunum.„Við erum náttúrlega í skýjunum yfir móttökunum og þessi mikli áhugi setur pressu á okkur. Mér finnst við vera með skothelt prógramm, sem er ekkert skrýtið með þetta lið á bak við okkur," útskýrir Björgvin og telur upp strengjasveitina undir stjórn Rolands Hartwell, hrynsveitina sem Þórir Baldursson stýrir, gospelkór Óskars Einarssonar, barnakór Kársnesskóla sem Þórunn Björnsdóttir heldur utan um og svo alla íslensku söngvarana sem stíga á stokk.Leikstjórinn Gunni Helga stýrir Björgvini á sviðinu.Í fyrsta skipti var brugðið á það ráð að ráða leikstjóra fyrir sýninguna, enda að mörgu að huga þegar jafnstór sýning er annars vegar. Gunnari Helgasyni var falið það vandasama verkefni og segir Björgvin hann lýsa sjálfum sér sem umferðarstjóra.„Kynnir með mér fyrir sunnan er síðan Örn Árnason en fyrir norðan verður það Margrét Blöndal," segir Björgvin, sem vonast til að allir gestir helgarinnar fari heim með smá jólaanda í brjósti sér.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Björgvin Halldórsson býður upp á sannkallað jólalagahlaðborð í Laugardalshöllinni þegar einvalalið jólagesta hans treður upp á fernum tónleikum. Búist er við tólf þúsund gestum. „Mér líst ofsalega vel á þetta og það er í raun ótrúlegt að þetta skuli vera í dag," segir Björgvin Halldórsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert jólatónleikaæði hjá íslensku þjóðinni. Um tólf þúsund gestir leggja leið sína í Laugardalinn um helgina og hlýða á Björgvin syngja jólalög ásamt valinkunnum gestum á borð við Paul Potts, Alexander Rybak, Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Kristján Jóhannsson. Stór hópur Gríðarlega stór hópur listamanna kemur að tónleikunum um helgina, strengjasveit, gospelkór, hrynsveit og barnakór. Fjórir tónleikar alls og svo Akureyri um næstu helgi.Sjálfur segist Björgvin vera í flottu formi og raunar alveg furðu rólegur og afslappaður þótt hann syngi í flestum lögunum.„Við erum náttúrlega í skýjunum yfir móttökunum og þessi mikli áhugi setur pressu á okkur. Mér finnst við vera með skothelt prógramm, sem er ekkert skrýtið með þetta lið á bak við okkur," útskýrir Björgvin og telur upp strengjasveitina undir stjórn Rolands Hartwell, hrynsveitina sem Þórir Baldursson stýrir, gospelkór Óskars Einarssonar, barnakór Kársnesskóla sem Þórunn Björnsdóttir heldur utan um og svo alla íslensku söngvarana sem stíga á stokk.Leikstjórinn Gunni Helga stýrir Björgvini á sviðinu.Í fyrsta skipti var brugðið á það ráð að ráða leikstjóra fyrir sýninguna, enda að mörgu að huga þegar jafnstór sýning er annars vegar. Gunnari Helgasyni var falið það vandasama verkefni og segir Björgvin hann lýsa sjálfum sér sem umferðarstjóra.„Kynnir með mér fyrir sunnan er síðan Örn Árnason en fyrir norðan verður það Margrét Blöndal," segir Björgvin, sem vonast til að allir gestir helgarinnar fari heim með smá jólaanda í brjósti sér.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira