Enski boltinn

Cech: Tímabilið okkar ræðst í desember

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn tékkneski markvörður Chelsea, Petr Cech, viðurkennir að tímabil Chelsea geti ráðist í desember-mánuði. Þá mun Chelsea mæta Tottenham, Man. Utd og Arsenal og útkoma þessara leikja mun eðlilega hafa mikil áhrif á stöðu mála.

Nóvember var martraðarmánuður fyrir Chelsea þar sem liðið tapaði þremur leikjum af fjórum. Þetta slæma gengi varð þess valdandi að Man. Utd tók toppsætið hjá Chelsea.

"Staða okkar í deildinni verður ljós í upphafi næsta árs. Þá verðum við búnir að spila marga mikilvæga leiki gegn liðunum sem berjast um okkur við titilinn. Ef við gefum frá okkur mörg stig þá verðum við í vandræðum," sagði Cech.

"Ef við tökum stig af þeim þá komumst við aftur á móti í kjörstöðu. Það mun ráðast í þessum mánuði hvernig okkar tímabil verður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×