Nýtt samkomulag nánast tilbúið 4. desember 2010 18:29 Margframlengdur frestur stjórnvalda til að skila svari til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave rennur út á þriðjudag. Mikið er þrýst á þingmenn stjórnarandstöðunnar að veita drögum að nýjum Icesavesamningi blessun sína, svo komast megi hjá því að málið fari fyrir EFTA-dómstólinn. Stjórnvöld eru tilbúin með svar til Eftirlitsstofnunar EFTA í öllum meginatriðum en frestur til að svara stofnuninni rennur út eftir þrjá daga. Hefur þetta verið talin lykildagsetning í málinu en fjármálaráðherra hefur lýst yfir að ekki sé ákjósanlegt að deilan fari fyrir EFTA dómstólinn. Þá er ljóst að það stangast á við hagsmuni Breta, Hollendinga og í raun Evrópusambandsins að rök Íslendinga gegn því að ríkinu beri lagaleg skylda til að greiða Icesave innistæðurnar verði opinber.Helstu atriði liggja fyrir Samkvæmt heimildum fréttastofu liggja öll helstu samningsatriði fyrir milli samninganefnda Íslendinga, Breta og Hollendinga. Enn munu þó nokkur atriði standa út af borðinu og eru samningamenn í stöðugum samskiptum. Samningar gætu jafnvel legið fyrir á næstu sólahringum. Í drögunum sem m.a. hafa verið kynnt Samtökum atvinnulífsins og forystumönnum Landsvirkjunar kemur fram að meðaltalsvextir yrðu 2,78%. Í samningum Svavarsnefndarinnar voru vextirnir 5,5%. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins hafa lýst því yfir á trúnaðarfundum að samkomulagið sé Íslendingum hagstætt.Þrýst á þingmenn Sjálfstæðisflokksins Fréttastofu er kunnugt um að forystumenn Samtaka atvinnulífsins hafi þrýst á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að styðja fyrrirliggjandi samningsdrög. Og hefur Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri samtakanna verið í sambandi við einstaka þingmenn. Fulltrúar í samninganefnd Íslands hafa komið þeim skilaboðum á framfæri að ekki verði gengið endanlega frá samkomulagi fyrr en stuðningur mikils meirihluta Alþingis liggi fyrir. Og þar liggur óvissan, því stjórnarandstaðan er ekki tilbúin að lýsa því yfir fyrirfram að hún greiði götu nýrrar lausnar í þinginu. Margir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast vilja sjá endanlegan samning og skoða hann vel áður en þeir taki afstöðu. Heimildir fréttastofu herma að stjórnvöld hafi ekki tekið ákvörðun um það hvort ESA verði svarað á þriðjudag. Það muni ráðast af því hver staðan verður í málinu þá. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Margframlengdur frestur stjórnvalda til að skila svari til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave rennur út á þriðjudag. Mikið er þrýst á þingmenn stjórnarandstöðunnar að veita drögum að nýjum Icesavesamningi blessun sína, svo komast megi hjá því að málið fari fyrir EFTA-dómstólinn. Stjórnvöld eru tilbúin með svar til Eftirlitsstofnunar EFTA í öllum meginatriðum en frestur til að svara stofnuninni rennur út eftir þrjá daga. Hefur þetta verið talin lykildagsetning í málinu en fjármálaráðherra hefur lýst yfir að ekki sé ákjósanlegt að deilan fari fyrir EFTA dómstólinn. Þá er ljóst að það stangast á við hagsmuni Breta, Hollendinga og í raun Evrópusambandsins að rök Íslendinga gegn því að ríkinu beri lagaleg skylda til að greiða Icesave innistæðurnar verði opinber.Helstu atriði liggja fyrir Samkvæmt heimildum fréttastofu liggja öll helstu samningsatriði fyrir milli samninganefnda Íslendinga, Breta og Hollendinga. Enn munu þó nokkur atriði standa út af borðinu og eru samningamenn í stöðugum samskiptum. Samningar gætu jafnvel legið fyrir á næstu sólahringum. Í drögunum sem m.a. hafa verið kynnt Samtökum atvinnulífsins og forystumönnum Landsvirkjunar kemur fram að meðaltalsvextir yrðu 2,78%. Í samningum Svavarsnefndarinnar voru vextirnir 5,5%. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins hafa lýst því yfir á trúnaðarfundum að samkomulagið sé Íslendingum hagstætt.Þrýst á þingmenn Sjálfstæðisflokksins Fréttastofu er kunnugt um að forystumenn Samtaka atvinnulífsins hafi þrýst á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að styðja fyrrirliggjandi samningsdrög. Og hefur Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri samtakanna verið í sambandi við einstaka þingmenn. Fulltrúar í samninganefnd Íslands hafa komið þeim skilaboðum á framfæri að ekki verði gengið endanlega frá samkomulagi fyrr en stuðningur mikils meirihluta Alþingis liggi fyrir. Og þar liggur óvissan, því stjórnarandstaðan er ekki tilbúin að lýsa því yfir fyrirfram að hún greiði götu nýrrar lausnar í þinginu. Margir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast vilja sjá endanlegan samning og skoða hann vel áður en þeir taki afstöðu. Heimildir fréttastofu herma að stjórnvöld hafi ekki tekið ákvörðun um það hvort ESA verði svarað á þriðjudag. Það muni ráðast af því hver staðan verður í málinu þá.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira