Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í þýska liðinu Hoffenheim gerðu jafntefli, 1-1, er þeir sóttu Stuttgart heim í þýsku Bundesligunni í dag.
Það var Sejad Salihovic sem kom Hoffenheim yfir í leiknum á 11. mínútu en Martin Harnik jafnaði á 34. mínútu.
Gylfi Þór hóf leikinn á bekknum og fékk aðeins að leika síðustu sjö mínútur leiksins.
Hoffenheim er í sjötta sæti deildarinnar.