Enski boltinn

Tveir leikmenn Man. City slógust á æfingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli er sagður hafa stuttan þráð.
Balotelli er sagður hafa stuttan þráð.

Það hefur talsvert verið talað um það í vetur að mórallinn hjá Man. City sé ekki eins og best verður á kosið. Sú umræða virðist ekki alveg vera byggð á sandi því tveir leikmenn liðsins slógust á æfingu í gær.

Það voru þeir Mario Balotelli og Jerome Boateng sem létu hnefana tala á æfingunni í gær og varð að skilja þá í sundur. Balotelli reiddist eftir tæklingu frá Boateng og rifrildið endaði í slagsmálum.

Það náðist að bera klæði á vopnin áður en æfingunni lauk því þeir föðmuðust áður en þeir fóru í sturtu.

Þetta er ekki fyrsta álíka uppákoman á æfingasvæði City í vetur því þeir Vincent Kompany og Emmanuel Adebayor hafa tekið á því sem og þeir  Yaya Toure og James Milner. Menn virðast vera fljótir upp hjá City.

City leikur gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×