Enski boltinn

Eiður Smári fær að byrja inn á í fyrsta sinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen Mynd/Nordic Photos/Getty
Tony Pulis, stjóri Stoke City, hefur staðfest það að hann muni gera að minnsta kosti fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá því leiknum á móti Manchester United um helgina þegar Stoke nætir West Ham í enska deildarbikarnum í kvöld.

Markvörðurinn Asmir Begovic, Tuncay og Eiður Smári Guðjohnsen munu allir verða í byrjunarliðinu en Thomas Sörensen, Abdoulaye Faye, Danny Collins og Matthew Etherington verða allir hvíldir.

Eiður Smári kom inn á í sínum fjórða leik í tapinu á móti Manchester United og átti þátt í marki Stoke. Hann hefur spilað alls í 63 mínútur í þessum fjórum leikjum, mest í 23 mínútur í 2-1 sigri á Newcastle.

Eini byrjunarliðsleikur Eiðs Smára á þessu tímabili var í 1-3 tapi íslenska landsliðsins á móti Portúgal á Laugardalsvellinum 12. október síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×