GlaxoSmithKline fær risasekt vegna sölu gallaðra lyfja 27. október 2010 12:50 Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim.Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti um sektina og skaðabæturnar á fundi í Boston í gærdag. Þar segir að sektin sé upp á 150 milljónir dollara og skaðabætur til neytenda nemi um 600 milljónum dollara. Þetta er mesta sekt sem lyfjafyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða í sögunni.Fram kemur í frétt um málið í New York Times að í heildina hafi GlaxoSmithKline framleitt 20 lyf þar sem fyllsta öryggis var ekki gætt. Lyf þessi voru framleidd í verksmiðju lyfjarisans í Puerto Rico sem vitað var að átti við mengunarvandamál að glíma í áravís.Cheryl D. Echard fyrrum gæðastjórnandi GlaxoSmithKline mun hafa aðvarað stjórn lyfjarisans oft og mörgum sinnum um vandamálin í Puerto Rico. Stjórnin ákvað að reka Echard í stað þess að taka aðvaranir hennar alvarlega.Meðal þeirra lyfja sem hér um ræðir er þunglyndislyfið Paxil, kremið Bactroban, sykursýkislyfið Avandia og hjartalyfið Coreg. Ekki er vitað um að nokkur hafi veikst vegna þessara lyfja og aukaverkanir er erfitt að greina.Lögmaður á vegum Bandaríkjastjórnar segir að rannsókninni á málefnum GlaxoSmithKline sé ekki lokið. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim.Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti um sektina og skaðabæturnar á fundi í Boston í gærdag. Þar segir að sektin sé upp á 150 milljónir dollara og skaðabætur til neytenda nemi um 600 milljónum dollara. Þetta er mesta sekt sem lyfjafyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða í sögunni.Fram kemur í frétt um málið í New York Times að í heildina hafi GlaxoSmithKline framleitt 20 lyf þar sem fyllsta öryggis var ekki gætt. Lyf þessi voru framleidd í verksmiðju lyfjarisans í Puerto Rico sem vitað var að átti við mengunarvandamál að glíma í áravís.Cheryl D. Echard fyrrum gæðastjórnandi GlaxoSmithKline mun hafa aðvarað stjórn lyfjarisans oft og mörgum sinnum um vandamálin í Puerto Rico. Stjórnin ákvað að reka Echard í stað þess að taka aðvaranir hennar alvarlega.Meðal þeirra lyfja sem hér um ræðir er þunglyndislyfið Paxil, kremið Bactroban, sykursýkislyfið Avandia og hjartalyfið Coreg. Ekki er vitað um að nokkur hafi veikst vegna þessara lyfja og aukaverkanir er erfitt að greina.Lögmaður á vegum Bandaríkjastjórnar segir að rannsókninni á málefnum GlaxoSmithKline sé ekki lokið.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira