Guðlagur G. Sverrisson: Orkuveitan og kosningabaráttan 30. apríl 2010 09:15 Umræða um málefni Orkuveitu Reykjavíkur er farin að bera keim af kosningunum framundan. Upplýsingum, sem frambjóðendur telja sér til framdráttar, er haldið á lofti án samhengis við nokkuð annað í rekstri fyrirtækisins eða rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja almennt. Af þeim toga eru vígorð um aukningu skulda Orkuveitunnar. Þær eru vitaskuld viðfangsefni sem reglulega er á borði stjórnar fyrirtækisins og hjá OR sem og hjá Reykjavíkurborg stendur yfir fagleg vinna við að meta stöðuna og áhættuna í okkar síkvika rekstrarumhverfi.Hér er í stuttu máli farið yfir máefni OR í samhengi við fleiri lykilstærðir rekstursins, s.s. aukningu eigna, verðmæti langtímasamninga og afgjald til eigenda í gegnum tíðina.Ástæða þess að OR hefur tekið langtímalán í erlendum gjaldmiðlum er einfaldlega sú að vextir af þeim eru brot af þeim vöxtum sem lagðir eru á íslenskar krónur. Nærri lætur að erlendur fjármagnskostnaður OR sé jafn og ef íslensk lán hefðu verið tekin, þrátt fyrir gengishrunið. Öll styrking krónunnar frá því sem nú er gerir því erlendu lánin hagstæðari að öðru óbreyttu. Almenningur getur fylgst býsna vel með þróun skuldastöðu OR. Ársreikningur liggur fyrir og gengi íslensku krónunnar má lesa t.d. á vef Seðlabanka Íslands.Eignir OR hafa aukist mikið enda hafa lánin verið tekin til fjárfestinga í traustum tekjuskapandi eignum. Sé sama mælikvarða beitt á eignir og í upphrópunum um skuldir, þ.e. íslenskar krónur á verðlagi hvers árs, hafa þær meira en fimmfaldast frá stofnun OR; farið úr 42 milljarða verðmati í 282 milljarða króna. Í þessari tölu eru langtímasamningar um orku í erlendri mynt ekki taldir nema að óverulegu leyti. Þeir eru metnir á um 180 milljarða króna. Á sama mælikvarða hefur framlegð Orkuveitu Reykjavíkur aukist úr 2,1 milljarði króna 1999 í 13 milljarða 2009, þ.e. meira en sexfaldast.Í þessum tölum gætir vitaskuld verðbólguáhrifa en á sama tíma og eignir og framlegð hafa vaxið með þessum hraða, hefur verð á orku ekki haldið í við verðbólgu og skiptir tugum prósenta hvað almenningur greiðir lægra raunverð en fyrir áratug.Loks er rétt að halda því til haga að meðan á uppbyggingu fyrirtækisins hefur staðið, hefur það greitt verulega fjármuni til sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið og axla með eignarhaldi sínu ábyrgð á rekstri og þjónustu við viðskiptavini langt út fyrir mörk þeirra. Afgjald til eigenda hefur ekki verið tengt afkomu hvers árs. Þannig jafnast sveiflur góðæra og hallæra út í greiðslum til eigenda. Það dæmalausa ástand sem nú er uppi hefur þó leitt til helmings niðurskurðar á afgjaldinu árin 2009 og 2010. Ef reiknað er til núvirðis greiðir Orkuveita Reykjavíkur til eigenda sinna samtals 33 milljarða króna á árunum 1999 til 2010. Það eru um 2,6 milljarðar á ári að jafnaði og hefur margt gott verkefnið verið unnið fyrir það fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um málefni Orkuveitu Reykjavíkur er farin að bera keim af kosningunum framundan. Upplýsingum, sem frambjóðendur telja sér til framdráttar, er haldið á lofti án samhengis við nokkuð annað í rekstri fyrirtækisins eða rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja almennt. Af þeim toga eru vígorð um aukningu skulda Orkuveitunnar. Þær eru vitaskuld viðfangsefni sem reglulega er á borði stjórnar fyrirtækisins og hjá OR sem og hjá Reykjavíkurborg stendur yfir fagleg vinna við að meta stöðuna og áhættuna í okkar síkvika rekstrarumhverfi.Hér er í stuttu máli farið yfir máefni OR í samhengi við fleiri lykilstærðir rekstursins, s.s. aukningu eigna, verðmæti langtímasamninga og afgjald til eigenda í gegnum tíðina.Ástæða þess að OR hefur tekið langtímalán í erlendum gjaldmiðlum er einfaldlega sú að vextir af þeim eru brot af þeim vöxtum sem lagðir eru á íslenskar krónur. Nærri lætur að erlendur fjármagnskostnaður OR sé jafn og ef íslensk lán hefðu verið tekin, þrátt fyrir gengishrunið. Öll styrking krónunnar frá því sem nú er gerir því erlendu lánin hagstæðari að öðru óbreyttu. Almenningur getur fylgst býsna vel með þróun skuldastöðu OR. Ársreikningur liggur fyrir og gengi íslensku krónunnar má lesa t.d. á vef Seðlabanka Íslands.Eignir OR hafa aukist mikið enda hafa lánin verið tekin til fjárfestinga í traustum tekjuskapandi eignum. Sé sama mælikvarða beitt á eignir og í upphrópunum um skuldir, þ.e. íslenskar krónur á verðlagi hvers árs, hafa þær meira en fimmfaldast frá stofnun OR; farið úr 42 milljarða verðmati í 282 milljarða króna. Í þessari tölu eru langtímasamningar um orku í erlendri mynt ekki taldir nema að óverulegu leyti. Þeir eru metnir á um 180 milljarða króna. Á sama mælikvarða hefur framlegð Orkuveitu Reykjavíkur aukist úr 2,1 milljarði króna 1999 í 13 milljarða 2009, þ.e. meira en sexfaldast.Í þessum tölum gætir vitaskuld verðbólguáhrifa en á sama tíma og eignir og framlegð hafa vaxið með þessum hraða, hefur verð á orku ekki haldið í við verðbólgu og skiptir tugum prósenta hvað almenningur greiðir lægra raunverð en fyrir áratug.Loks er rétt að halda því til haga að meðan á uppbyggingu fyrirtækisins hefur staðið, hefur það greitt verulega fjármuni til sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið og axla með eignarhaldi sínu ábyrgð á rekstri og þjónustu við viðskiptavini langt út fyrir mörk þeirra. Afgjald til eigenda hefur ekki verið tengt afkomu hvers árs. Þannig jafnast sveiflur góðæra og hallæra út í greiðslum til eigenda. Það dæmalausa ástand sem nú er uppi hefur þó leitt til helmings niðurskurðar á afgjaldinu árin 2009 og 2010. Ef reiknað er til núvirðis greiðir Orkuveita Reykjavíkur til eigenda sinna samtals 33 milljarða króna á árunum 1999 til 2010. Það eru um 2,6 milljarðar á ári að jafnaði og hefur margt gott verkefnið verið unnið fyrir það fé.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun