Lífið

Rauðakrosshúsið með sumaropnun

Hægt er að sjá dagskránna nánar á raudakrosshusid.is.
Hægt er að sjá dagskránna nánar á raudakrosshusid.is.

Rauðakrosshúsið í Borgartúni er nú komið á sumaropnunartíma en þá er opið frá klukkan 13 til 16. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá þessar vikurnar en hér á vef Rauðakrosshússins má sjá hana nánar.

Á dagskrá í dag er meðal annars ferðir á vegum gönguhópsins Njótandi og þjótandi. Gengið verður frá ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 13. Þá hefur Fjóla Einarsdóttir umsjón með fyrirlestrinum Skip án skipstjóra klukkan 13 en hann fjallar um það að setja sér markmið og fylgja þeim eftir.

Prjónahópur kemur saman frá klukkan 13 til 15. Fyrirlesturinn Öðruvísi starf í framandi umhverfi hefst klukkan 15. Íslensk kona segir frá reynslu sinni sem kosningaeftirlitsmaður í Ginea-Bissau, hvernig starfið kom til og ótrúlegri upplifun af kosningum í V-Afríku.

Rauðakrosshúsið er í Borgartúni 25. Heimasíða þess er raudakrosshusid.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.