Lífið

Tökum á Hangover 2 frestað vegna slyss

Tökum á The Hangover: Part II hefur verið frestað um stundarsakir vegna bílslyss þar sem áhættuleikari slasaðist alvarlega.
Tökum á The Hangover: Part II hefur verið frestað um stundarsakir vegna bílslyss þar sem áhættuleikari slasaðist alvarlega.
Áhættuleikarinn Scott McLean slasaðist alvarlega eftir harkalegan árekstur við tökur á gamanmyndinni The Hangover: Part II í Bangkok í Taílandi. Slysið átti sér stað 17. desember og hafa tökur á myndinni legið niðri síðan. Misvísandi fréttaflutningur hefur verið af slysinu á netinu, sumir vefmiðlar segja áhættuleikarann á batavegi á meðan aðrir halda því fram að hann sé í dái.

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kom fram að áhættuleikarinn væri á spítala og fengi þar viðeigandi meðferð en að tökur lægju niðri. Scott mun hafa slasast þegar hann keyrði bíl sínum inn í annað faratæki við tökur á bílaeltingarleik en miklar rigningar gerðu mönnum lífið leitt á tökustað.

Þetta eru ekki fyrstu vandræðin sem tökulið The Hangover: Part II þarf að takast á við. Í fyrstu átti til að mynda Mel Gibson að leika lítið aukahlutverk en leikaraliðið lagðist gegn því. Í stað þess mun Liam Neeson bregða fyrir í myndinni sem og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.