Handbolti

Þorgerður Anna: Ánægð með veturinn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Mynd/Anton
Mynd/Anton

„Eins og við mátti búast þá var þetta erfiður leikur. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en misstum þær svo frá okkur í seinni hálfleik. Að sjálfsögðu var stefnan að vinna þetta og ná þessu í oddaleik. En við erum vængbrotið lið en þær aftur á móti með fullskipaðan hóp og stærri leikmannahóp. Það er munurinn á þessum liðum, þær geta keyrt á fullu allan tímann en við vorum búnar á því," sagði Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir ósigur gegn Fram í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta.

Þorgerður er ánægð með veturinn og segir útlitið bjart í Garðabænum.

Ég er mjög ánægð með veturinn og við erum með mjög margar ungar stelpur sem að eru að stíga sín fyrstu skref og við erum samt komnar svona langt í þessari keppni. Það þýðir bara eitt að við erum ekkert hættar og við verðum klárar í slaginn á næsta ári," sagði Þorgerður Anna eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×