Íslenski boltinn

Valsstúlkur skrefi nær titlinum - Ótrúlegur sigur Blika

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Greta Mjöll skoraði tvö í kvöld.
Greta Mjöll skoraði tvö í kvöld. Fréttablaðið/Daníel
Valsstúlkur fóru langt með að tryggja sér titilinn í Pepsi-deild kvenna í kvöld en þær eru nú með sex stiga forskot á Breiðablik og á auk þess leik til góða.

Þrátt fyrir að sjö umferðir séu eftir af deildinni er staða Vals einfaldlega svo góð að erfitt er að horfa framhjá því að liðið sé að verða meistari.

Það hefur ekki tapað leik í allt sumar, unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Það burstaði FH í kvöld 7-0 á heimavelli á meðan Breiðablik vann Þór/KA 3-2.

Blikar lentu 2-0 undir og voru manni færri í klukkutíma en náðu samt að vinna leikinn. Frábær karakter hjá liðinu en Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö marka Blika.

Úrslit kvöldsins í Pepsi-deild kvenna:

Valur 9-0 FH

Breiðablik 3-2 Þór/KA

Afturelding 0-2 KR

Haukar 0-1 Fylkir

Grindavík 0-3 Stjarnan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×