Handbolti

Þórir fer ekki með á EM - meiddist á æfingu í morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Ólafsson meiddist á æfingu í dag.
Þórir Ólafsson meiddist á æfingu í dag. Mynd/Stefán
Hornamaðurinn Þórir Ólafsson meiddist aftur á kálfa á æfingu í morgun og verður ekki með íslenska landsliðinu á EM í Austurríki sem hefst eftir eina viku.

Blaðamannafundur með Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara, á Hótel Loftleiðum í dag hófst ekki á góðum fréttum.

„Við erum ekki með góðar fréttir af Þóri eftir æfinguna í morgun. Ég reikna ekki með hann fari með á EM,"sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag.

Þórir mætti á sína fyrstu æfingu með liðinu eftir stífa meðferð hjá sjúkraþjálfara í viku. Hann ætlaði að láta reyna á kálfann sem hélt í klukktíma.

„Það var búið gera allt rétt með lækni liðsins og sjúkraþjálfara en þetta var bara d-dagur til að prófa þetta hjá honum. Því miður hélt þetta ekki," sagði Guðmundur

„Við vorum búnir að vera á um klukkutíma á æfingunni og það leit allt mjög vel út en svo fer þetta í einni æfingunni og það var ekkert við því að gera," sagði Guðmundur.

Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Þórir Ólafsson sem hefur staðið sig frábærlega með TUS-N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og átti mikinn þátt í því að koma íslenska liðinu á EM með því að skora 25 mörk í 8 leikjum í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×