Handbolti

Landsliðið mætir til Austurríkis á miðnætti á sunnudagskvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari.
Íslenska handboltalandsliðið hefur nú aðeins viku til stefnu fram að EM í handbolta í Austurríki sem hefst á leik við Serba þriðjudaginn 19. janúar. Íslenska liðið mætir Portúgölum í Höllinni á morgun og þar gefst Íslendingum tækifæri að kveðja Strákana okkar með stæl.

„Framundan er leikur við Portúgal sem er mikilvægur leikur í þessum undirbúningi. Við þurfum að nota hann á ákveðinn hátt og taka út endanlega stöðu á liðinu. Ég mun tilkynna það á fimmtudaginn hvernig liðið muni líta út og hverjir fara á EM," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi á Hótel Loftleiðum í dag.

„Við eigum síðan tvo leiki eftir út í Frakklandi. Við förum út á föstudag og spilum á laugardag og sunnudag. Við förum síðan yfir til Austurríkis strax eftir leik á sunnudaginn og verður komnir þangað laust eftir miðnætti.

Svo er fyrsti leikurinn við Serba eftir viku," sagði Guðmundur.

„Það eru allt mjög verðugir andstæðingar og við þurfum að halda vöku okkar mjög vel. Þó að það hafi gengið vel um helgina hjá okkur þá er það engu að síður þannig að við þurfum að laga heilmargt hjá okkur. Við erum mjög einbeittir að undirbúa okkur sem best og nota þennan tíma vel fram að leikjum," sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×