Enski boltinn

Roberto Mancini: Ég vildi fá Carlos Tevez til Inter á sínum tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markadans Carlosar Tevez hefur sést oft í síðustu leikjum.
Markadans Carlosar Tevez hefur sést oft í síðustu leikjum. Mynd/AFP

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkenndi á blaðamannfundi í gær að hafa ætlað að reyna að fá Carlos Tevez til Inter á sínum tíma þegar hann var við stjórnvölinn þar.

Carlos Tevez skoraði þrennu í 4-1 sigri City á Blackburn og hefur skorað 6 mörk í 3 deildarleikjum undir stjórn Ítalans. City komst upp í fjórða sætið með sigrinum í gær en liðið fór þá upp fyrir bæði Tottenham Hotspur og Aston Villa

„Þegar ég var á Ítalíu og sá Tevez spila í sjónvarpinu þá vissi ég að Carlos væri góður leikmaður. Ég vildi fá hann til Inter og spurðist fyrir um hann. En auðvitað var enginn möguleiki á því að fá hann til Ítalíu því hann var hjá United," sagði Mancini.

Tevez hefur verið sjóðheitur að undanförnu og auk þess að skora sjö mörk í síðustu fimm leikjum eru mörkin hans orðin fimmtán á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×