Enski boltinn

Edwin Van der Sar farinn að æfa á nýjan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edwin van der Sar á æfingu með Manchester United.
Edwin van der Sar á æfingu með Manchester United. Mynd/AFP

Edwin van der Sar er farinn af stað á ný eftir að eiginkona hans fékk heilablóðfall í síðasta mánuði. Hollenski markvörðurinn mætti á sína fyrstu æfingu í gær en hann hefur ekki spilað fyrr en hann meiddist á hné í leik á móti Everton 21. nóvember.

Manchester United liðið er þessa dagana í fjögurra daga æfingaferð í Doha í Katar en það á eftir að koma í ljós hvort og þá hvenær hann tekur stöðuna af Tomasz Kuszczak sem hefur varið mark meistarana í forföllum Van der Sar.

Annemarie van Kesteren, 36 ára eiginkona Edwin van der Sar, fékk heilablóðfall í desember og í kjölfarið af því fékk hann persónulegt leyfi. Van der Sar var í meðferð hjá hollenskum sjúkraþjálfara þegar konan hans veiktist en það lítur úr fyrir að hún ætli að ná sér að fullu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×