Enski boltinn

Pabbi Marouane Fellaini: Chelsea hefur áhuga á stráknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Fellaini er ný stjarna í ensku úrvalsdeildinni.
Marouane Fellaini er ný stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Mynd/AFP

Faðir Belgans Marouane Fellaini segir að Chelsea hafi mikinn áhuga á stráknum sínum eftir góða frammistöðu hans á miðju Everton í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu.

„Hann hefur verið kosinn besti leikmaður vallarins í þremur af síðustu fimm leikjum. Það skiptir hann samt litlu því hann er með báðar fætur á jörðinni," sagði Abdel Latif Fellaini, faðir Marouane Fellaini í News of the World.

„Stóru félögin sjá hversu vel hann er að spila. Chelsea fylgist náið með frammistöðu hans en hann á eftir þrjú ár af samningi sínum," sagði Abdel Latif.

„Ég vona að ég sjái strákinn minn hjá stóru félagi. Marouane á að vera í stóru liði og hann verður bara betri," sagði Abdel Latif stoltur af stráknum sínum.

David Moyes, stjóri Everton, hefur kallað Marouane Fellaini besta miðjumanninn í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur blómstrað í hlutverki varnartengiliðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×