Viðskipti erlent

Öskureikingur ESB nemur 430 milljörðum

Askan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur kostað ESB um 2,5 milljarða evra eða um 430 milljarða kr. Þetta kemur fram í mati frá Siim Kalas samgöngumálastjóra framkvæmdanefndar ESB sem birt var í dag.

Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar segir að askan hafi komið í veg fyrir 10.000 flugferðir til og frá Evrópu og milli Evrópulanda. Alls hafi 10 milljónir ferðamanna orðið fyrir barðinu á ástandinu sem skapaðist.

Siim Kallas er opin fyrir hugmyndum um að ESB bæti flugfélögum skaðan með ríkisstyrkjum en slík aðstoð má ekki verða samkeppnishamlandi og ESB þarf fyrst að samþykkja styrkina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×