Webber meistari ef hann vinnur tvö mót af þremur 21. október 2010 15:55 Markl Webber er vinsæll hjá fréttamönnum enda efstur í stigamótinu og prúðmenni alla staði. Mynd: Getty Images/Clive Mason Mark Webber hjá Red Bull er efstur í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, en honum finnst lítið vit í því að spá í möguleika sína á að landa meistaratitlinum, þegar þremur mótum er ólokið. Hann var á fréttamannafundi í dag og fékk spurningar frá ýmsum fréttamönnum. Árið 2007 voru tveir McLaren ökumenn með möguleika á titlinum, þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso hjá McLaren, en Kimi Raikkönen á Ferrari var 17 stigum á eftir, en vann samt titilinn, eftir harðan innanbúðsarslag McLaren manna. Sama staða gæti komið upp hjá Webber og Sebastian Vettel, en báðir aka Red Bull og eiga möguleika á titlinum ásamt þremur öðrum ökumönnum, en Alonso er jafn Vettel í öðru sæti stigamótsins á eftir Webber. Lewis Hamilton og Jenson Button eiga einnig möguleika á titlinum, en þeir aka með McLaren. Webber var spurður um mögulegan slag milli hans og Vettels. "Það getur engin í þessu herbergi spáð fyrir um hvað gerist í næstu þremur mótum. Við getum rætt þetta tímum saman, um hvað við gerum og hvað mun gerast. En það veit engin og við munum bara mæta og gera okkar. Við Seb (astian) höfum átt góðar mótshelgar. Við eigum báðir möguleika í titilslagnum og liðið á möguleika í keppni bílasmiða, þar sem við erum báðir að fá mörg stig." "Ef það kemur að að við þurfum að keppa innbyrðis, þá munum við gera það sama og venjulega. Að ná fram því besta sem við getum. Það er sama hvort ég er að keppa við Fernando, Jenson, Lewis eða Seb. Ég veit að ég verð að ljúka mótunum og við vitum það allir og það er alltaf í huga mér. En ég mun ekki gefa sæti eftir heldur, þannig að það þarf að spila þetta vel. Þetta snýst um keppa af kappi." Webber var spurður að því hvort hann reiknaði eitthvað út mögleika sína fyrirfran í síðustu mótunum. "Það er fáránlegt að byrja að reikna, því það getur svo margt gerst. Ef ég vinn tvö næstu mót, þá er þetta búið. Hlutirnir hafa þróast í rétta átt í síðustu mótum. Við gerum bara okkar besta í síðustu mótunum og það er mikilvægast. Ég er að gera mitt besta og vonandi mun það skila sínu." Webber minntist á það í öðru svari á ýmislegt hefði komið upp á á tímabilinu, en samstaðan væri góð hjá Red Bull liðinu. Um tíma virtis mikill hiti á milli Webbers og Vettles í innanbúðar baráttu og þeir lentu í árekstri í baráttu um fyrsta sætið í einu móti ársins. "Fólk lærir ýmislegt upp sjálft sig þegar á móti blæs, þannig að ég hef lært ýmislegt um íþróttina og það hefur verið gott mál. Augljóslega er þetta mitt besta tímabil til þessa og ég er ánægður með það fram að þessu", sagði Webber. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull er efstur í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, en honum finnst lítið vit í því að spá í möguleika sína á að landa meistaratitlinum, þegar þremur mótum er ólokið. Hann var á fréttamannafundi í dag og fékk spurningar frá ýmsum fréttamönnum. Árið 2007 voru tveir McLaren ökumenn með möguleika á titlinum, þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso hjá McLaren, en Kimi Raikkönen á Ferrari var 17 stigum á eftir, en vann samt titilinn, eftir harðan innanbúðsarslag McLaren manna. Sama staða gæti komið upp hjá Webber og Sebastian Vettel, en báðir aka Red Bull og eiga möguleika á titlinum ásamt þremur öðrum ökumönnum, en Alonso er jafn Vettel í öðru sæti stigamótsins á eftir Webber. Lewis Hamilton og Jenson Button eiga einnig möguleika á titlinum, en þeir aka með McLaren. Webber var spurður um mögulegan slag milli hans og Vettels. "Það getur engin í þessu herbergi spáð fyrir um hvað gerist í næstu þremur mótum. Við getum rætt þetta tímum saman, um hvað við gerum og hvað mun gerast. En það veit engin og við munum bara mæta og gera okkar. Við Seb (astian) höfum átt góðar mótshelgar. Við eigum báðir möguleika í titilslagnum og liðið á möguleika í keppni bílasmiða, þar sem við erum báðir að fá mörg stig." "Ef það kemur að að við þurfum að keppa innbyrðis, þá munum við gera það sama og venjulega. Að ná fram því besta sem við getum. Það er sama hvort ég er að keppa við Fernando, Jenson, Lewis eða Seb. Ég veit að ég verð að ljúka mótunum og við vitum það allir og það er alltaf í huga mér. En ég mun ekki gefa sæti eftir heldur, þannig að það þarf að spila þetta vel. Þetta snýst um keppa af kappi." Webber var spurður að því hvort hann reiknaði eitthvað út mögleika sína fyrirfran í síðustu mótunum. "Það er fáránlegt að byrja að reikna, því það getur svo margt gerst. Ef ég vinn tvö næstu mót, þá er þetta búið. Hlutirnir hafa þróast í rétta átt í síðustu mótum. Við gerum bara okkar besta í síðustu mótunum og það er mikilvægast. Ég er að gera mitt besta og vonandi mun það skila sínu." Webber minntist á það í öðru svari á ýmislegt hefði komið upp á á tímabilinu, en samstaðan væri góð hjá Red Bull liðinu. Um tíma virtis mikill hiti á milli Webbers og Vettles í innanbúðar baráttu og þeir lentu í árekstri í baráttu um fyrsta sætið í einu móti ársins. "Fólk lærir ýmislegt upp sjálft sig þegar á móti blæs, þannig að ég hef lært ýmislegt um íþróttina og það hefur verið gott mál. Augljóslega er þetta mitt besta tímabil til þessa og ég er ánægður með það fram að þessu", sagði Webber.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira