Enski boltinn

David James óvænt á leiðinni til Stoke City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David James hefur verið varamarkvörður Portsmouth á tímabilinu.
David James hefur verið varamarkvörður Portsmouth á tímabilinu. Mynd/AFP

Allt bendir til þess að David James verði orðinn markvörður Stoke City fyrir helgi samkvæmt fréttum í Englandi. David James hefur varið mark Portsmouth undanfarin ár verður líklega lánaður til Stoke út tímabilið.

David James hefur verið varamarkvörður Asmir Begovic stærstan hluta þessa tímabils en James ætlar sér að komast í HM-hóp Englendinga og til þess þarf hann að spila. James hefur ekki verið með í tveimur síðustu landsleikjum Englendinga en hann á að baki 49 landsleiki.

Stoke og Portsmouth eru ekki enn búin að ná samningum um för James til Stoke en Portsmouth gæti þurft að borga einhvern hluta af launum hans til þess að þetta gangi allt upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×