Handbolti

Logi fer með á Evrópumótið í Austurríki - hópurinn er klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Mynd/Pjetur

Logi Geirsson stóðst prófið og verður með íslenska landsliðinu á EM í Austurríki. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt sextán manna hópinn. Ragnar Óskarsson og Rúnar Kárason sitja eftir heima.

Íslenska landsliðið flýgur til Frakklands í fyrramálið þar sem liðið mun taka þátt í fjögurra þjóða hraðmóti. Ísland mætir þá Spáni í undanúrslitum á laugardag og spilar síðan um sæti við sigur eða tapliðið úr hinum leiknum sem er á milli Frakklands og Brasilíu.

Fyrri leikur liðsins er gegn Spáni á laugardaginn kl.14.00 að staðartíma. Sigurvegari leiksins leikur úrslitaleik á sunnudeginum kl.16.15 en liðið sem tapar leikur kl.14.00 um 3.sætið.

Það eru mjög góðar fréttir fyrir íslenska liðið að Logi sé klár í slaginn. Logi hefur spilað með íslenska landsliðinu á undanförnum þremur stórmótum en hann var fjórði markahæsti leikmaður liðsins á Ólympíuleikunum í Peking með 25 mörk í 8 leikjum.

Íslenski landsliðshópurinn á EM í Austurríki 2010:

Markmenn:

Björgvin Páll Gústavsson

Hreiðar Levý Guðmundsson

Vinstri hornamenn:

Guðjón Valur Sigurðsson

Sturla Ásgeirsson

Vinstri skyttur:

Arnór Atlason

Logi Geirsson

Ólafur Guðmundsson

Leikstjórnendur:

Snorri Steinn Guðjónsson

Aron Pálmarsson

Hægri skyttur:

Ólafur Stefánsson

Ásgeir Örn Hallgrímsson

Hægri hornamenn:

Alexander Petersson

Línumenn:

Róbert Gunnarsson

Vignir Svarvarsson

Varnarmenn:

Sverre Jakobsson

Ingimundur Ingimundarson

Þessir duttu út í lokaniðurskurðinum:

Ragnar Þór Óskarsson

Rúnar Kárason

Þórir Ólafsson










Fleiri fréttir

Sjá meira


×