Hagfræðiprófessor: Ísland þarf alþjóðlega skuldastjórnum 14. janúar 2010 14:03 Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. Þetta kemur fram í grein sem Wijnbergen skrifar á vefsíðu nrc handelsblad. Wijnbergen gegnir nú prófessorstöðu við háskólann í Amsterdam en hann vann áður um 13 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Þar kom hann að framkvæmd Brady áætlunarinnar fyrir Mexíkó á sínum tíma. Samkvæmt henni voru erlendar skuldir landsins afskrifaðar um 40%. Þetta leiddi til þess að erlendar fjárfestingar flæddu að nýju inni í landið og Mexíkó tókst að rétta úr kútnum eftir alvarlega fjármálakreppu. Í grein sinni húðskammar Wijnbergen fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, fyrir afstöðu hans í málinu og það sem hann kallar siðprúðu sveitina (morality brigade) í Hollandi sem hafi risið upp á afturfæturna í vandlætingu sinni yfir því að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir sínar. Þá furðar Wijnbergen sig á ummælum Age Bakker forstjóra Hollandsdeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í hollenska sjónvarpinu um að aðstoð AGS við Ísland myndi frestast vegna Icesavemálsins. Wijnbergen segir að aðstoð AGS við Ísland hafi ekkert með Bakker að gera. Ákvarðanir AGS á Íslandi séu á borði framkvæmdastjórnar sjóðsins en ekki í höndum Bakker. Wijnbergen segir að Wouter Bos, og Gordon Brown, hafi ákveðið einhliða að bæta innistæðueigendum á Icesave tap sitt langt umfram þá upphæð sem reglugerðir geri ráð fyrir. Í Bretlandi upp að 50.000 pundum og í Hollandi upp að 100.000 evrum. Síðan hafi þeir tveir skellt þessum aukaskuldum á herðar Íslendinga. Það sé svo undarlegt að Bos hafi ekki spurt hollenska þingið um hvort hann hefði leyfi til þess að auka þannig innistæðutrygginguna á Icesave. Wijnbergen nefnir þá staðreynd að erlendar skuldir Íslands nemi nú 300% til 390% af landsframleiðslu landsins. Skuldakreppan í þriðja heiminum á níunda áratug síðustu aldrar hafi kennt mönnum hverning eigi að taka á slíku vandamái. „Að krefjast fullrar endurgreiðslu í þessum kringumstæðum leiðir bara til slíks umróts að kröfuhafar fái enn minna í sinn hlut en ef þeir myndu draga úr kröfum sínum," segir Wijnbergen. „Kröfuhafar eigi ekki að starfa hver fyrir sig. Alþjóðasamfélagið á ekki að leyfa Brown og Bos að krefjast þess að fá forgang umfram aðra kröfuhafa. Einhverjir, hugsanlega Norðurlöndin, ættu að samræma aðgerðir kröfuhafanna." Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira
Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. Þetta kemur fram í grein sem Wijnbergen skrifar á vefsíðu nrc handelsblad. Wijnbergen gegnir nú prófessorstöðu við háskólann í Amsterdam en hann vann áður um 13 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Þar kom hann að framkvæmd Brady áætlunarinnar fyrir Mexíkó á sínum tíma. Samkvæmt henni voru erlendar skuldir landsins afskrifaðar um 40%. Þetta leiddi til þess að erlendar fjárfestingar flæddu að nýju inni í landið og Mexíkó tókst að rétta úr kútnum eftir alvarlega fjármálakreppu. Í grein sinni húðskammar Wijnbergen fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, fyrir afstöðu hans í málinu og það sem hann kallar siðprúðu sveitina (morality brigade) í Hollandi sem hafi risið upp á afturfæturna í vandlætingu sinni yfir því að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir sínar. Þá furðar Wijnbergen sig á ummælum Age Bakker forstjóra Hollandsdeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í hollenska sjónvarpinu um að aðstoð AGS við Ísland myndi frestast vegna Icesavemálsins. Wijnbergen segir að aðstoð AGS við Ísland hafi ekkert með Bakker að gera. Ákvarðanir AGS á Íslandi séu á borði framkvæmdastjórnar sjóðsins en ekki í höndum Bakker. Wijnbergen segir að Wouter Bos, og Gordon Brown, hafi ákveðið einhliða að bæta innistæðueigendum á Icesave tap sitt langt umfram þá upphæð sem reglugerðir geri ráð fyrir. Í Bretlandi upp að 50.000 pundum og í Hollandi upp að 100.000 evrum. Síðan hafi þeir tveir skellt þessum aukaskuldum á herðar Íslendinga. Það sé svo undarlegt að Bos hafi ekki spurt hollenska þingið um hvort hann hefði leyfi til þess að auka þannig innistæðutrygginguna á Icesave. Wijnbergen nefnir þá staðreynd að erlendar skuldir Íslands nemi nú 300% til 390% af landsframleiðslu landsins. Skuldakreppan í þriðja heiminum á níunda áratug síðustu aldrar hafi kennt mönnum hverning eigi að taka á slíku vandamái. „Að krefjast fullrar endurgreiðslu í þessum kringumstæðum leiðir bara til slíks umróts að kröfuhafar fái enn minna í sinn hlut en ef þeir myndu draga úr kröfum sínum," segir Wijnbergen. „Kröfuhafar eigi ekki að starfa hver fyrir sig. Alþjóðasamfélagið á ekki að leyfa Brown og Bos að krefjast þess að fá forgang umfram aðra kröfuhafa. Einhverjir, hugsanlega Norðurlöndin, ættu að samræma aðgerðir kröfuhafanna."
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira